Nýr rafdrifinn ofursportbíll - 2020 Automobili Pininfarina Battista frumsýndur í Genf

Automobili Pininfarina á Ítalíu mun frumsýna nýjan „súpersportbíl“ – rafdrifinn – sem fær nafn frá nafn stofnanda þess - Battista „Pinin“ Farina

Bíllinn verður frumsýndur núna í mars á bílasýningunni í Genf, og mun Automobili Battista Pininfarina verða einn öflugasti bíll sem framleiddur hefur verið: 1.900 hestöfl og með 2.300Nm snúningsvægi.

Aðeins 150 eintök framleidd

Battista mun koma á marlkað á árinu 2020. Ekki verða fleiri en 150 eintök framleidd og reiknað er með að Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austurlönd fá hvert um sig 50 eintök hvert sölusvæði. Verð er gert ráð fyrir að vera á milli 1,5 og 2 milljónir punda, eða sem nemur 236.190.000,00 til 314.920.000,00 íslenskra króna stykkið (miðað við gengi dagsins).

image

Nýr rafdrifinn ofursportbíll - Automobili Pininfarina Battista verður frumsýndur í Genf í mars

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is