Maðurinn sem gerbreytti VW, Ferdinand Piech er látinn 82 ára að aldri

Ferdinand Piech, fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Volkswagen AG, sem umbreytti þýska bílaframleiðandanum frá því að vera framleiðandi fyrir heimamarkað í alþjóðlega bifreiðasamsteypu, er látinn, að því er fram kemur í þýska dagblaðinu Bild í dag, mánudag.

image

Piech, 82 ára, andaðist á sunnudag á sjúkrahúsi þar sem hann var fluttur eftir að hann yfirgaf veitingastað, sagði þýski blaðið, án þess að vitna í heimildir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is