Ford mun setja Kuga og Explorer tengitvinnbíla á Evrópumarkað til að auka hlutdeild rafbíla

Nýja kynslóð Kuga verður í boði í tengitvinngerð ásamt fullri „blendingsútgáfu“, sem getur ekið á rafhlöðunni einni án aðkomu bensínvélar, mildri „blendingsútgáfu“, Sem notar rafmótorinn við hlið bensínvélarásmat gerðum með hreinum bensín- og dísilvélum, að því sem fram kom í fréttatilkynningu frá Ford.

image

Hinn nýi Kuga fær meira straumlínulaga form og tengitvinnútgáfu.

Nýjasta útgáfa af Explorer var kynnt í janúar í Detroit.

Tengitvinnútgáfa af Explorer mun kosta um 70.000 evrur í Evrópu (liðlega 9,6 milljónir króna) en þetta hefur þó ekki verið staðfest af Ford. Væntanlega verður aðalkeppinauturinn á Evrópumarkaði tengitvinnútgáfa af Volkswagen Touareg.

image

Explorer verður aðeins seldur í Evrópu semtengitvinnbíll.

Kuga er kallaður Escape í Bandaríkjunum

Explorer í tengitvinnútgáfu mun verða með 3,0 lítra, V-6 bensínvél og rafmótor sem gefa samtals 444 hestöfl. Aksturssvið á rafmagninu einu verður 40 km.

image

Með Tourneo Custom hefur Ford farið inn á nýja braut með bíla sem henta til flutnings á fleira fólki en í hefðbundnum fólksbílum

Kuga í fullri tengitvinnútgáfu

Full tvinnútgáfa af Kuga er með 2,5 lítra fjögurra strokka bensín og rafmagnsmótor með litíumjónarafhlöðu. Full tvinnútgáfa notar háþróaðri drifrás og stærri rafhlöður en mild-tengitvinnútgáfa, en ekki með búnað til að setja í samband við rafmagn til að endurhlaða.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is