Jeppafrumsýning í Mosfellsbænum

Jeep® Cherokee kemur nú með nýju og glæsilegu útliti og ríkulegri staðal- og öryggisbúnaði en áður, s.s. leðurinnréttingu,  rafdrifinni og snertilausri opnun á afturhlera og stærra farangursrými.   Í  boði er öflug en sparneytin 2,2 lítra 195 hö. díselvél með 9 gíra sjálfskiptingu.  Tvær útfærslur eru í boði Longitude Luxury og Limited.  Einstaklega góðir aksturseiginleikar hafa einkennt Jeep® Cherokee í gegnum tíðina sem og geta hans í torfærum þar sem hann er í algjörri sérstöðu í sínum stærðarflokki.  Jeep® Cherokee er alvöru jeppi með alvöru fjórhjóldrifi með 4 drifstillingum, Limited er auk þess með hátt og lágt drif.

image

Nýr Cherokee er töluvert breyttur frá fyrri gerð. Einkum má sjá þær breytingar á framenda, sem nær aðeins lengra fram, breytingar á ljósabúnaði. Einnig eru breytingar á afturenda, auk fjölda annarra breytinga, en sjón er sögu ríkari.

image

Aðaltromp jeppafrunsýningarinnar í Mosfellsbænum er þessi 35 tommu breytti Cherokee Trailhawk sem stendur á stalli í sýningarsalnum. Breytingin er framkvæmd af Arctic Trucks.

image

Vígalegur framendinn og rauðir dráttarkrókarnir á þessum 35 tommu breytta jeppa undirstika vel að hér er „alvöru“ jeppi á ferðinni.

image

Meðal nýjunga í þessum nýja Cherokee er þessi drifhvíta leðurinnrétting.

image

Þótt úti sé mikill snjór og enn meiri kuldi þá er þessi nýi Wrangler sýndur í opinni útgáfu „af því að við erum alltaf í sumarskapi“ sögðu þeir hjá Ís-Band í Mosfellsbænum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is