Getur rafdrifinn Porsche náð hylli þeirra allra hörðustu?

image

Porsche gerir klárt í Bandaríkjunum til að kynna rafmagn sem næsta orkugjafa Porsche

Porsche er Porsche, segir Mota markaðsstjóri Porsche í Norður-Ameríku, þar á meðal fyrsti bíllinn frá Porsche sem er eingöngu rafdrifinn, Taycan.

Porsche er Porsche, segir Mota markaðsstjóri Porsche í Norður-Ameríku, þar á meðal fyrsti bíllinn frá Porsche sem er eingöngu rafdrifinn, Taycan. Taycan er ekki bara nýtt ökutæki hjá Porsche. Það er glæný drifrás og nokkuð róttæk byrjuna í heimi rafbíla fyrir vörumerki sem þykir vænt um arfleifð sína.

Og samt eru stjórnendur fullvissir þess að Taycan, fyrsti bíllinn sem er rafdrifinn frá fyrirtækinu og mun tákna breiðari innkomu í heim rafbíla, verði eins mikill Porsche og allt sem á undan er komið.

Meginmarkmið að fá viðskiptavinina til að samþykkja rafmagn

Þar sem og Taycan nálgast frumsýningu sína á þessu ári er það verkefni markaðssviðs Porsche að fá viðskiptavinina til að samþykkja bílinn.

Hægt að hlaða Taycan hraðar en nokkurn annan rafbíl

800-volt kerfið í Taycan þýðir að það er hægt að hlaða bílinn hraðar en nokkurn rafbíl sem er á markaðnum og bætir við 62 km á fjórum mínútum. Taycan eigendur fá þriggja ára ótakmarkaða 30 mínútna hleðslu á Electrify America hleðslustöðvum innifalinn í verði bílsins. Og Electrify America mun hafa meira en 300 þjóðvegahleðslustöðvar í 42 ríkjum og meira en 180 stöðvar á 17 þéttbílsisstöðum, uppsettar eða í smíðum fyrir 1. júlí, sem verður fylgt strax eftir með öðrum áfanga stækkunar sem hefst í sumar.

Byrjun nýrrar orku frá Porsche

Taycan er byrjun nýrrar orku í Porsche fyrir sportbíla framtíðarinnar. En það sem breytist ekki er að við munum bjóða upp á frábæra vöru og jafn frábæra upplifun.

Samstarfsaðilar bandarískra söluaðila okkar verða fyrsta línan fyrir forvitna viðskiptavina. En verðmæti líkamlegrar tengingar, sérstaklega í stafrænum heimi, er einnig þess vegna að við fjárfestum 160 milljónir Bandaríkjadala í tveimur „upplifunarmiðstöðvum“, í Atlanta og Los Angeles. Báðir miðstöðvarnar þjóna sem miðlun sendiráðs þar sem almenningur getur fræðst um allt varðandi Porsche.

Upplifunarmiðstöðvar Porsche bjóða upp á reynslu í 90 mínútna akstri með akstursþjálfara sem samstarfsaðila, og er fullkominn staður til að upplifa vöruúrval okkar. Og við gerum ráð fyrir að Taycan sé á réttum tíma til að verða hluti af því framboði.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is