Fyrsti rafbíllinn frá Honda fyrir Evrópu verður frumsýndur í Genf í mars

Honda mun sýna hugmyndabíl fyrir borgarumhverfi sem eingöngu er knúinn rafmagni og sem er að nálgast framleiðslustig á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í mars. „Urban“ verður fyrsti bíll Honda sem knúinn er rafhlöðu eingöngu og verður seldur í Evrópu og mun fara í sölu snemma árs 2020. Fullbúin framleiðsluútgáfa verður væntanlega frumsýnd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Honda sýnir oft létt dulbúnar útgáfur af framleiðslubílum ári eða svo fyrir fram fyrir markaðssetningu.

image

Hér er mynd af Urban EV í akstursprófunum, hann hefur fengið hrós fyrir látlausa hönnun.

Hugmyndabíllinn Urban EV sló í gegn á sýningunni í Frankfurt árið 2017, þar sem bíllinn fékk hrós fyrir hönnun og vísun til fortíðar í útliti. Makoto Iwaki aðalhönnuður Honda segir að markmið hans væri að láta bílinn líta út fyrir að vera „skemmtilegur í akstri og aðgengilegur“. Framleiðsluútgáfan mun líta út eins og hugmyndabíllinn, sem er um 100mm styttri en Honda Jazz. Ólíklegt er talið að hann verði kallaður Urban, að sögn þeirra sem þekkja til málsins að sögn Automotive News Europe.

Reikna með því að selja 5000 bíla á ári af þessari gerð

Honda sagði á síðasta ári að búast megi við því að selja um 5.000 eintök af þessum bíl á ári.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is