Ford undirbýr frumsýningu á jeppa á bílasýningunni í Frankfurt á meðan keppinautar draga sig í hlé

image

Ford forkynnti sportlegan Puma smájeppa, sem er ein framtíðarviðbót í framboði jeppa frá þeim, á viðburði í Amsterdam fyrr á árinu.

Í marga áratugi hafa bílasýningarnar í París og Frankfurt skipst á því á haustin að sýna okkur það helsta sem er á döfinni í bílaheiminum, en nú er orðin breyting þar á því það berast fregnir af því að æ fleiri bílaframleiðendur muni ekki taka þátt í sýningunni í Frankfurt. Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að það vanti hið minnsta 22 sýnendur að þessu sinni.

„Við erum ekki á móti sýningum en það eru ástæður fyrir öllu“, sagði talsmaður Ford við Automotive News Europe. Ford vill helst mæta á sýningar þegar ný vara er komin á markað, sagði talsmaðurinn.

Kostnaðarskerðing hefur bitnað á bílasýningunum þar sem bílaframleiðendur hugsa betur um auglýsingar og markaðsáætlanir sínar Fleiri bílaframleiðendur kjósa að frumsýna nýja bíla á sjálfstæðum viðburðum sem dreift er á Internetinu eða á sýningum eins og Goodwood Festival of Speed í Bretlandi.

22 vörumerki vantar í Frankfurt

Samtök atvinnulífsins VDA í Þýskalandi, sem standa fyrir sýningunni í Frankfurt, sögðu að fjöldi þátttakenda á þessu ári væri „aðeins lægri“ en stigum 2017 hingað til.

„Allur bílaiðnaðurinn er að breytast, og svo er IAA“, sagði Bernhard Mattes, forseti VDA, við Automobilwoche systurútgáfu Automotive News Europe.

Nýir sýnendur verða með sýningar á sýningunni í ár, þar á meðal IBM, Microsoft og Vodafone, sagði Mattes, sem er fyrrum yfirmaður þýskrar starfsemi Ford.

Fleiri rafbílar kynntir

Þýskir bílaframleiðendur munu, eins og venjulega, nota viðburðinn sem alvöru sýningu á sínum vörum.

BMW mun sýna nýjustu kynslóð BMW 1-hlaðbaks.

Porsche mun frumsýna Taycan, fyrsta bílinn í framleiðslulínu þeirra sem eingöngu notar rafmagn.

Renault hefur sagt að þeir verði í Frankfurt en „með aðeins öðru sniði“.

Þeim fjölgar sem eru ekki með

Önnur vörumerki sem sleppa sýningunni eru Nissan, Volvo, Mazda, Mitsubishi, Rolls-Royce og Aston Martin.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is