Nýr Nissan Qashqai sést í prófunum á njósnamyndum í fyrsta skipti

    • Hinn nýi Nissan Qashqai í þriðju kynslóð hefur sést í frumgerð í fyrsta skipti en frumsýning mun verða síðar á þessu ári

Við höfum fjallað nokkrum sinnum um þriðju kynslóð Nissan Quasqai sem væntanlega verður frumsýnd á árinu, en fram að þessu hefur ekki verið vitað um útlitið að neinu ráði.

image

Þriðja kynslóð hins gríðarlega vinsæla sportjeppa kemur í sölu á næsta ári og stefnt er að því að hún verði áfram smíðuð í verksmiðjum japanska fyrirtækisins í Sunderland á Englandi.

image

Með því að vitað er að Nissan ætlar að fækka í framboði sínu í Evrópu sem hluta af minnkun kostnaðar og endurskipulagningu mun nýi Qashqai skipta miklu máli fyrir fyrirtækið. Það seldi meira en 230.000 eintök af bílnum um alla Evrópu árið 2018 og var hann fimmti mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra, þrátt fyrir aldur og aukna samkeppni í sínum flokki.

Náðust á mynd í prófunum

Ljósmyndarar náðu þremur frumútgáfum af nýjum Qashqai sem voru í rensluakstri í prófunarstöð. Þar sem bílarnir eru í felulitum, benda ljósmyndirnar til þess að nýi Qashqai muni hafa í meginatriðum kunnuglegt útlit, þó það sé uppfært með kantaðri hönnun Nissans, sem sést á nýlega afhjúpaða nýja Juke. Framendi bílsins lítur líka út fyrir að vera aðeins lægri en í fyrri gerðinni.

image

Nýi Qashqai mun halda áfram að nota CMF-grunn Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagsins, sem einnig er notaður fyrir Renault Kadjar og stærri Nissan X-Trail.

image
image

Væntanlega ekki dísil en meira rafmagn

Þótt það sé ekki staðfest, segir Autocar það líklegt að Nissan muni ekki bjóða upp á neinar dísilvélar fyrir nýju gerðina, heldur mun bjóða upp á aukið úrval rafmagnsafls, allt frá 48V mildum blendingum til tengitvinnbíls sem byggir á Mitsubishi Outlander PHEV.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is