Búið að panta 27.000 eintök af bíl sem enginn hefur séð nema á mynd

image

Minna en 3.000 af fyrstu útgáfu Volkswagen ID.3 eru eftir af 30.000 bílum í boði sem forpöntun).

image

Nýr rafbíll frá Volkswagen, ID.3 verður frumsýndur eftir um mánuð á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt.

Nýr rafbíll frá Volkswagen, ID.3 verður frumsýndur eftir um mánuð á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt.

Volkswagen hefur þurft meira en 100 daga til að fá 27.000 pantanir og þar á bæ eru menn nú nálægt markmiðinu 30.000, sem búist var við að myndi nást fyrir bílasýninguna í Frankfurt í september. Allgóð niðurstaða fyrir VW á bíl sem enginn hefur séð nema á mynd

Hérna er allt sem við vitum varðandi ID.3:

Markaðssetning:

   Hefja forbókun ID.3, fyrstu útgáfu þann 8. maí (30.000 bílarr)

Staðfest tæknilýsing:

   330 km akstursdrægni mælt með WLTP sviði (grunngerð með 45 kWklst rafhlöðu)

Tilboðið í þessari forbókun:

   ID.3 fyrsta sérútgáfa (30.000 ökutæki), miðlungs rafhlöðupakki (58 kWh, 420 km mælt með WLTP sviði), byrjar undir € 40.000 í Þýskalandi (5,5 milljónum íslenskra króna) fyrir frádrátt niðurgreiðslu frá stjórnvöldum, í fjórum litum og þremur sniðum útgáfum

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is