Audi hættir með TT

image

Þegar honum var hleypt af stokkunum árið 1998, sýndu hallandi þak TT og áferðarfalleg hönnun breytinguna frá fyrri gerðum fólksbíla frá Audi á áþreifanlegan hátt.

Frá Þýskalandi berast þær fréttir að Audi muni hætta með sinn táknræna TT sportbíl og skipta honum út með rafknúnu ökutæki sem hluti af áætlun um að fara fram úr Tesla sem leiðandi bílaframleiðanda.

Audi áformar einnig aðrar breytingar í framboði sínu. "Næsta kynslóð Audi A8 gæti vel verið rafmagnsbíll. Ekkert hefur verið ákveðið enn þá en ég get vel ímyndað mér það“, sagði  Schot og bætti við að arftaki flaggskipsins frá 2017 gæti verið orðið „alveg ný hugmynd“.

Schot kastaði því einnig fram hvort R8 sportbíll Audi, sem er knúinn með hefðbundinn brunavél, samsvaraði enn þá sýn fyrirtækisins.

Miða að einni milljón rafbíla

Á miðjum næsta áratug miðar Audi að því að selja eina milljón rafknúinna ökutækja og tengitvinnbíla. Þess vegna er nú búist við að um 40 prósent bíla Audi verði rafknúin ökutækj, sem er aukning frá þriðjungi áður.

Meiri endurnýting og endurvinnsla

Audi vill einnig draga úr notkun, endurnýta og endurvinna auðlindir sínar. Búist er við að verksmiðjurnar í Þýskalandi, Ungverjalandi og Mexíkó muni starfa CO2-hlutlausar árið 2025, fimm árum fyrr en spáð var í mars. Þetta þýðir einnig að öll verðmætikeðjan verður að vera sjálfbærari í því ferli. „Betra CO2 fótspor byrjar hjá birgjum okkar. Við gerum þetta í lykilatriði í samningum við birgja“, sagði Schot.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is