Allt til reiðu fyrir sól og sumar – nýr 911 blæjubíll

Sex vikum eftir kynningu nýs 911, beinum við nú kastjósinu að blæjuútgáfu 911. Blæjuútgáfa 911 hefur í heiðri áratuga gamla hefð, allt frá því Porsche kynnti fyrstu útgáfu af 911 blæjubílnum á aljóðlegu bílasýningunni í Frankfurt árið 1981 við gífurlega hrifningu viðskiptavina. Frá því fyrsta blæjuútgáfa 911 rúllaði af færibandinu árið 1982 hefur hann átt sinn sess í framleiðslulínu Porsche 911. Blæjuútgáfa nýs 911, Porsche 992, mun einnig skarta öllum þeim byltingarkenndu nýjungum sem kynntar voru með Coupe útgáfu hans en mun einnig bæta um betur þar sem meðal búnaðar er enn sneggri opnun og lokun blæjunnar en áður hefur þekkst.

image

Blæjuútgáfa Porsche 992 sameinar í senn nútímalegt útlit Coupe bílsins en er engu að síður auðþekkjanlegur sem blæjuútgáfa 911. Möguleiki er að opna/loka toppnum á allt að 50 kílómetra hraða á klukkustund og er það ferli algerlega sjálfvirkt og tekur enn skemmri tíma en áður, eða um tólf sekúndur!

image

Hönnun ytra byrðis með klárri skírskotun til eldri kynslóða 911

Hinn nýji 911 blæjubíll virðist breiðari, sjálsöruggari og heilt yfir krafta- og vígalegri en fyrirrennarinn. Breiðari bretti hvíla yfir 20 tommu stórum felgunum að framan og 21 tommu að aftan og eru nú allar útgáfur bílsins jafn breiðar, hvort sem um er að ræða aftur- eða fjórhjóladrifna.

image

Einnig skarta allar útgáfur þónokkuð breiðara vindskeiði að aftan en áður sem undirstrikar enn kraftalegra útlit ásamt tengingu (ljósi) milli afturljósa. Með örfáum undantekningum eru allir hlutar ytra byrðis bílsins nú gerður úr áli.

Endurhönnuð innrétting með skarpari línum

Innréttingin er endurhönnuð á fágaðan en um leið sportlegan máta, skarpar línur og innfellt mælaborðið gefa fyrirheit um það sem koma skal með klárri skírskotun til fyrri kynslóða bílsins. Beggja vegna við snúningshraðamælinn, sem er vitanlega staðsettur í miðju mælaborðsins, eru tveir skjáir til miðlunar upplýsinga. Fyrir miðri innréttingu býr svo 10.9 tommu stór skjár þaðan sem hægt er að stýra því sem vera vill varðandi uppsetningu bílsins, hljómtæki, leiðsögukerfi og þess háttar.

image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is