2020 Subaru Legacy mun verða með stóran skjá í mælaborði líkt og Tesla

2020-árgerðin af Subaru Legacy sem verður frumsýnd á bílasýningunni í Chicago (Chicago Auto Show 2019) í byrjun febrúar mun verða með stóran lóðréttan snertiskjá fyrir upplýsingakerfi ekki ólíkt þeim sem eru notaðir í Tesla og Volvo.

Subaru var að senda frá sér mynd af þessum nýja skjá í mælaborðinu á 2020-árgerðinni af Subaru Legacy en tilgreindi ekki stærð á skjánum.

image

Skjá sem líkist spjaldtölvu mun vera í mælaborðinu á 2020-árgerðinni af Subaru Legacy

Að auki lítur út fyrir að Legacy muni einnig bjóða upp á vöktun á athygli ökumanns sem sást fyrst á 2019-árgerð Subaru Forester. Kerfið notar innrauða myndavél sem horfir á augum ökumanns til að tryggja að þau séu á veginum og ekki að horfa niður í snjallsíma. Vöktun ökumanns hefur ekki áhrif á önnur öryggiskerfi Forester, en það sendir frá sér viðvörun ef það ákveður að ökumaðurinn sé annaðhvort ekki með hugann við aksturinn eða of þreyttur.

Við munum vita meira þann 7. febrúar þegar 2020 Legacy verður frumsýndur í Chicago.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is