BMW M 1000 RR frá Lego

Fyrsta M-merkta mótorhjól BMW er nú komið sem kubbasett frá Lego

Hagkvæmari leið fyrir áhugasama til að fá hjólið í takmarkaðri framleiðslu

Á síðasta ári sýndi BMW M 1000 RR mótorhjólið. Það var fyrsta mótorhjólið til að bera M-merkið eins og aflmiklu bílar BMW og það hafði 212 hestöflum til að dreifa. En með aðeins 500 eintök sem voru smíðuð um allan heim var ekki beint auðvelt að ná í það.

Ef þú misstir af, eða áttir einfaldlega ekki aur fyrir einu slíku, hefur BMW tekið höndum saman við Lego til að selja smærri útgáfu af hjólinu.

image

Lego BMW M 1000 RR Mynd: BMW / Lego

Settið sýnir góða útfærslu af M 1000 RR. Skalinn er 1:5 og lengd hjólsins mælist tæpir 46 cm. Það samanstendur af 1.920 einstökum stykkjum.

Lego Technic

Þar sem hjólið er Lego Technic-sett hefur hjólið líka flotta virkni. Áhrifaríkaut er sú staðreynd að það er með virka beinskiptingu. Með þremur gírum og hlutlausum er það nokkrum gírum minna en í alvörunni, en það er samt frekar flott.

Hjólið er einnig með virka fjöðrun og raunverulega drifkeðju og gír fyrir afturhjólið.

image

Lego BMW fer ekki í sölu fyrr en 1. janúar og því verður þú að bíða þangað til eftir jólahátíðina með að krækja í eitt slíkt. Það mun einnig kosta 229.99 dollara (eða sem samsvarar 29.975 ISK). Ekki ódýrt, en vissulega meðfærilegra en hitt hjólið.

image

Hér svo mynd af „alvöru“ hjóli frá BMW af sömu gerð. Mynd BMW

Myndband sem sýnir hjólið:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is