Sportjeppinn Skoda Enyaq iV

    • Fyrstu eintökin koma úr verksmiðjunni þessa dagana
    • Kemur á markað snemma á næsta ári byggður á sérstökum grunni rafbíla, vRS-sportgerð væntanleg

Fyrsti sérsmíðaði rafbíll Skoda, Enyaq iV, er kominn í framleiðslu í verksmiðju fyrirtækisins í Mladá Boleslav í Tékklandi, en reiknað er með fyrstu eintökunum á sumum mörkuðum, þar á meðal Bretlandi, í maí.

image

Enyaq iV er einnig fyrsta notkun fyrirtækisins á MEB-grunninum og býður upp á tvo rafhlöðumöguleika, aftur- eða fjórhjóladrif og vRS sportlega útgáfu.

image

Upphaf nýrra tíma

Sportjeppanum er lýst sem „upphaf nýrra tíma fyrir Skoda“ af nýjum forstjóra fyrirtækisins, Thomas Schäfer, og er sagður hafa „tilfinningaþrungna og kraftmikla“ hönnun að utan. Hann er 4648 mm langur og 1877 mm breiður og er næstum jafn stór og Skoda Octavia og verulega stærri en Kia e-Niro. Skoda segir að rýmið inni sé á pari við sjö sæta Kodiaq.

image

Sérkenni fela í sér valfrjálsa LED-baklýsingu í grilli. Skoda fullyrðir að Enyaq sé með aðeins 0,27 stuðul loftmótsstöðu  - sem er lágt fyrir sportjeppa.

image

Innréttingin er „innblásin af nútímalegu umhverfi“, með „náttúrulegum, sjálfbært unnum og endurunnum efnum“. Skoda hefur ekki útlistað stig innréttinga nánar, heldur valið að bjóða upp á  „hönnunarval“: samhæft innra útlit sem er í boði í öllu framboðinu.

image

Mælaborðið einkennist af miðlægum 13,0 tommu snertiskjá með hreyfistýringu, e-SIM-korti fyrir tengdar aðgerðir og raddstýrða aðstoð. Það er líka 5,3 tommu stafrænn mælaborðsskjár sem býður upp á fjórar mismunandi uppsetningar.

image

Þetta er Skoda og margir snjallir möguleikar eru líka í boði. Geymslurými er aukið með 6,2 lítra smáhlutakassa undir armpúðanum í miðju og 11,4 lítra rými undir miðjustokknum, en hleðslukaplar eru geymdir undir gólfi farangursrými með sérstökum snúruhreinsibúnaði.

image

Valkostir í drifbúnaði

Af Enyaq gerðunum með á afturhjóladrifi kemur 60 iV með einum 177 hestafla mótor og 62 kWh rafhlöðu sem gefur 390 km akstursvið svið og hröðun 0-100 km/klst 8,7 sek. 80 iV eykur kraftinn í 201 hestöfl og fær 82kWh rafhlöðu fyrir 505 km aksturssvið, með hröðun 0-100 km/klst á 8,5 sek.

image

Valkostir bílsins með aldrifi eru báðir með tvo mótora og nota 82 kWh rafhlöðuna. 80x iV framleiðir 262 hestöfl með 6,9 sek tíma 0-100 km/klst og hefur 460 km aksturssvið. 302 hestafla vRS er eini Enyaq með hámarkshraða yfir 160 km/klst, hámarkshraðinn er 177 km/klst, en hann getur farið á 100 km/klst úr kyrrstöðu á 6.2 sek. Drægni þessa bíls er einnig um 460 km.

image

Enyaq er fær um hraðhleðslu í allt að 125 kW hleðslustöð, sem leiðir til 10-80% hleðslu sem tekur allt að 38 mínútur.

image

Hámarkshleðsla er þó 50 kW sem staðalgerð, með 100 kW valfrjálst á 62kWh rafhlöðunni og 125 kW aðeins valfrjálst á 82kWh rafhlöðunni. Enyaq er einnig hægt að hlaða með venjulegri heimilisinnstungu eða 7kW veggkassa.

image

Efst í framboðinu er „Founders Edition“ (útgáfa stofnenda), er með 125kW hleðslu, 21 tommu álfelgur, baklýst grill, Matrix LED framljós og einstakan svartan leðurinnréttingarpakka.

(byggt á frétt á Autocar – myndir frá Skoda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is