Audi e-tron GT í samkeppni við Tesla Model S

Audi var að kynna nýjan bíl í dag: Audi e-tron GT sem verður flaggskip vörumerkisins og eins og annar bíll innan samsteypunnar: Porsche Taycan, mun hann skora á Tesla Model S.

Audi sagði að e-tron GT tákni „næsta þróunarstig“ í hönnun vörumerkisins og markar upphafspunktinn fyrir útlisthönnun á á framtíðar rafbílum þeirra.

image

e-tron GT er með mjög formað útlit og lág og rennileg hönunin sem gefur honum einstaklega litla loftmótsstöðu.

Verð á e-tron GT mun byrja á 99.800 evrum (15.439.000 ISK) í Þýskalandi. RS e-tron GT byrjar á 138.200 evrum (21.379.000 ISK).

e-tron GT fólksbíllinn er þriðja rafhlöðuknúna gerð Audi á eftir e-tron sportjeppanum og coupe-gerð systkini hans, e-tron Sportback.

image

Bíllinn er byggður á J1-grunni frá Volkswagen Group, sem notaður er á Porsche Taycan og væntanlegum Taycan Cross Turismo. Samnýting á grunni lækkaði heildarþróunarkostnað fyrir gerðirnar.

Audi bíllinn er með sama fyrirkomulag á rafhlöðum sem Porsche markaðssetur og Performance Battery Plus.

Hægt að hlaða í 80% á 23 mínútum

e-tron GT er einnig með sama 800 volta rafkerfi sem gerir honum kleift að hlaða allt að 270 kW. Með því að nota hraðhleðslustöð er hægt að hlaða tæmda e-tron GT rafhlöðu upp í 80 prósent á 23 mínútum.

Til að tryggja að afköst ökutækisins séu öflugri og móttækilegri nota mótorarnir varanlega samstillta einingu (PSM), frekar en spanmótora, eða blöndu af báðum.

0 til 100 km/klst á 3,3 sekúndum

Þetta gerir e-tron GT að komast frá 0 í 100 km/klst á 4,1 sekúndu og hafa hámarkshraða 245 km/klst. RS e-tron GT mun komast frá 0 til 100 km/klst á 3,3 sekúndum. Hámarkshraði hans er takmarkaður við 250 km / klst.

Tesla safnar nú þegar pöntunum fyrir Model S Plaid frá þýskum viðskiptavinum á byrjunarverði 116.990 evrum. Líklegur afhendingardagur bílsins er september.

image

e-tron GT er með tvöfalda skjákerfið frá  Audi sem innifelur 10,1 tommu snertiskjá.

Valkostir e-tron GT til að auka meðhöndlun og þægindi eru meðal annars þriggja hólfa loftfjöðrun með aðlögun í akstri. Stýri bílsins á afturhjólum hjálpar til við að bæta stöðugleika í beygjum. Báðir þessir eiginleikar eru einnig í boði á Porsche gerðum.

Audi bílarnir eru á álfelgum sem eru á milli 19 og 21 tommu. e-tron GT er 4990 mm að lengd, 1960 mm breiður og 1410 mm á hæð sem er svipuð stærð og Audi A7 Sportback. Farangursrýmið að aftan er 405 lítrar sem er líka nokkuð ágætt.

Bílnum fylgir kunnuglegt tveggja skjáa útlit bílaframleiðandans: „Audi Virtual Cockpit“ fyrir aftan stýrið er 12,3 tommu skjár en miðjuskjárinn er 10,1 tommur að stærð með snertingu og veitir viðbrögð með hljóði.

Kemur líklega í stað Audi R8

e-tron GT mun líklega koma í stað Audi R8 sportbílsins. 10 strokka vél R8 með hefðbundinni hönnun gefur frá sér 300 grömm af CO2 á hvern kílómetra og framtíð hennar er enn óljós því Audi hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig eigi að rafvæða arftakann.

image

e-tron GT verður smíðaður í verksmiðju í Bollinger Hoefe í Neckarsulm í Þýskalandi. Á þessum stað er „heimili“ Audi Sport og þar er það sem RS gerðirnar eru framleiddar. Lokasamsetning bílsins fer fram á sömu línu og R8.

Samkvæmt Audi er framleiðsla rafbílsins algjörlega kolefnislaus og notar endurnýjanlega orku og vottaða kolefnisjöfnun þar sem þess er þörf.

(frétt á Automotve News Europe – myndir Audi)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is