Ætli við myndum ekki flest reka upp stór augu ef ekki væri hanskahólf í bílnum sem við settumst inn í. Hvar ættum við þá að geyma skráningarskírteini bílsins?

Kassettutæki, geislaspilari og... hanskahólf?

Sannarlega heyrir ýmislegt fortíðinni til sem áður var á meðal staðalbúnaðar í hinu almenna ökutæki. Það sem áður þótti mikill munaður, eins og til dæmis að vera með útvarp og kassettutæki, er núna skýrt merki um að eiga virkilega aldraðan bíl. Kasettutækið vék fyrir geislaspilaranum og nú er það svo að margir nýir bílar eru hreint ekki með geislaspilara heldur er allt stafrænt og fyrirferðalítið.

Þetta er gott og blessað og þó svo að sú er þetta ritar eigi tvo fornbíla með útvarpi OG kassettutæki er alls ekki meiningin að þetta hafi allt verið miklu betra þegar maður gat flækt spólurnar í kassettutækinu í bílnum. Nei, alls ekki! Tæknin er ótrúleg og henni ber að fagna.

Það sem er svo merkilegt í þessu samhengi er að hanskahólfið er ennþá þarna! Nánast í óbreyttri mynd. Jú, sum þeirra eru eins konar kælihólf líka en flest eru þau bara þarna. Með skráningarskírteini bílsins, smurbók kannski og handbók bílsins þegar vel lætur.

Vilt þú segja mér hvað er í hanskahólfinu þínu?

Ætli stutta svarið sé ekki: NEI! En það væri áhugavert að líta inn í nokkur hanskahólf. En það getur líka verið ógeðslegt. Eins og þegar einhver fór á Vestfirði á fjölskyldubílnum að sumarlagi og miðstöðin í bílnum var biluð. Tveimur vikum síðar opnaði einhver, t.d. ég, hanskahólfið og sá þar eitthvað fyrirbæri er svipaði til blöðru og inni í henni var túnfiskssamloka. Já, ekki var það kræsilegt.

Því má alveg mæla með að fólk opni blessað hanskahólfið endrum og sinnum. Oft hefur maður vonað að í bríaríi hafi einhverjir þúsundkallar endað þar en því miður hef ég ekki rambað á slíkan fjársjóð í mínum bílum.

Þó eru meiri líkur á að finna hanska í hanskahólfum þessa dagana en oft áður: Plasthanska, grímur og kannski sprittbrúsa.

Ekki tengist kona þessu?

Oft hafa menn (já, karlmenn eingöngu) hent gaman að því þegar undirrituð minnist á það í reynsluakstursgreinum að snyrtispegil vanti í sólskyggnið bílstjóramegin. Þetta þykir mörgum alveg sprenghlægilegt og það er frábært! En ætli þeir myndu sakna hanskahólfsins ef það hyrfi?

Var þetta ekki bara einmitt sama manneskjan; sama konan, sem átti fyrst allra hugmyndina að baksýnisspeglinum, snyrtispeglinum og, tjah, hanskahólfinu? Þetta kvenfólk!

Má ég kynna: Dorothy Levitt!

Konan sem um ræðir, var hreint út sagt mögnuð. Ég er nýbúin að kynnast henni, þ.e. kynna mér sögu hennar en hún dó fyrir margt löngu síðan. Dorothy Levitt fæddist 99 árum á undan mér (stundum er maður dálítið eftir á…), árið 1882, og dó aðeins fjörutíu ára gömul (hér vil ég endilega vera eftir á).

image

Mun ítarleg umfjöllun um Dorothy Levitt birtast hér á Bílabloggi innan nokkurra daga og þess vegna vil ég ekki segja of margt um þessa merku konu að þessu sinni.

Hanskahólfið vildi hún hafa í bílum. Af hverju?

Árið 1909 kom út bók eftir Levitt og er titill bókarinnar: The Woman and the Car: A Chatty Little Handbook for all Women who Motor or Who Want to Motor.

Bílar þess tíma

Hér verður að hafa í huga að árið er 1909: Bílafornöld. Bílarnir voru margir hverjir opnir, þ.e. ekkert eiginlegt þak og því má segja að akstur hafi verið nokkurs konar „útivera“ sem kallaði á þykkan hálsklút, hlífðargleraugu, hanska (já, maður lifandi!) og eitthvað á höfðinu. Annars var hætt við að náttúrulegur, og jafnvel varanlegur ryk- og leirmaski, hefði sest að í andliti bílstjóra.

Leyndarmál vandláta ökumannsins

Þarna er skýringin á mikilvægi hanskahólfsins komin ljóslifandi og auðvitað er í manni dálítil skömm fyrir að hafa ekki komið auga á þessa augljósu staðreynd: Hafi maður ætlað á „rúntinn“ á fyrstu árum bílaaldar, var auðvitað nauðsynlegt að vera í stakk búinn til að takast á við allt sem komið gat upp á.

Við undirbúning fyrir prófanir á tækinu var Bell svo klaufalegur að sturta yfir sig sýru og gólaði á Watson sem var staddur í næsta herbergi: „Herra Watson! Komdu hingað. Ég þarfnast þín!“

Ómuðu vein Bells inni í næsta herbergi og þar með var það afstaðið: Fyrsta símtal sögunnar! Í mars 1876. Hér geta áhugasamir lesið langa útgáfu af sögu fyrsta símtalsins.

image

Vonandi skýrir þetta litla dæmi af hverju hanskahólfið var þarfaþing. Ekki var hægt að rjúka til og síma í næsta hjálpfúsa mann. Né heldur að treysta á hjálp annarra vegfarenda því fáir voru vegirnir og enn færri farendur.

image

Áfram heldur sagan af tilurð hanskahólfsins og grípum aftur niður í bók Levitt:

Þetta „skal“ vera í hólfinu

Leyndarmál ökumannsins vandláta er þetta hólf og hefst nú upptalning Levitt á því sem „á“ að vera í því:

Hér víkur sögunni að speglinum

Ljóst er að þessi kona var ekkert að gantast. Hún hafði augljóslega gert öll þau mistök sem hún varaði við og hafði komið sér upp góðu „neyðarsetti“ þar sem hugsað var fyrir öllu. En af hverju á snyrtispegill og púður heima í slíku setti? Hér er spegillinn lykilatriði og hann var ekki hugsaður til þess að konurnar gætu verið sætar eftir bílaviðgerðir og gengið úr skugga um að ekki væri spínatklessa á milli framtannanna:

Uppfinningin er þó alla jafna eignuð Elmer Berger sem kom með þessa snjöllu uppfinningu, baksýnisspegilinn, árið 1921. Ári fyrir andlát Levitt.  Berger var uppfinningamaður, níu árum yngri en Levitt og er þekktastur fyrir þessa uppgötvun.

Aðrir hafa verið nefndir í þessu samhengi, sem „spegilfattarar“ og má þar einna helst nefna ökukappann Ray Harroun sem þó er sagður hafa fengið hugmyndina annars staðar frá.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is