Ineos í samstarf við Hyundai til að nýta vetni

Jarðolíurisinn Ineos Group tekur höndum saman við Hyundai Motor í því skyni að veita bílum sem nota vetni sem eldsneyti þá uppörvun sem þeir þurfa til að verða almennari.

Fyrirtækið sem er með aðalstöðvar í London mun kanna tækifæri til að framleiða og veita vetni til Hyundai sem hefur búið til eldsneytissellubíla (vetnisbíla) í litlu magni síðan 2013.

image

Þó að Grenadier, sem sýndur er hér á myndinni, noti upphaflega á sex strokka bensín- og dísilvélar frá BMW, mun Ineos meta hæfi bílsins til að nota eldsneytiskerfi með vetni frá Hyundai.

Fyrirtækin tvö munu einnig vinna saman að því að kanna notkun vetniseldsneytikerfis Hyundai í Grenadier, Jeppann sem líkist Land Rover Defender, sem Ineos ætlar að koma á markað á næsta ári, sagði Hyundai í yfirlýsingu á mánudag.

Framleiðendur bíla og efna eru að finna sameiginlegan grunn í leit sinni að vetnisverkefnum. Verið er að setja markmið á heimsvísu til að fella brennsluvélina á brott og draga úr kolefnisframleiðslu iðnaðar.

Ineos, sem framleiðir 300.000 tonn af vetni árlega, gæti gegnt mikilvægu hlutverki við að koma upp þeim innviðum sem Hyundai þarfnast fyrir gerðir eins og Nexo vetnissportjeppa til að ná vinsældum í Evrópu.

image

Ineos gæti gegnt lykilhlutverki við að koma upp þeim innviðum sem Hyundai þarfnast fyrir gerðir eins og Nexo vetnissportjeppann.

„Það er orðrómur í gangi og það er að viðleitni að halda áfram og gera hluti“, sagði Peter Williams, yfirmaður tækni hjá Ineos í viðtali. „Okkur langar til að gera eitthvað af alvöru á næstu fimm árum“.

Fyrir Ineos sem hjálpar til við að koma vetnishagkerfinu af stað myndi það opna á meira aðlaðandi notkun fyrir framleiðslu fyrirtækisins á vetninu, sem er aukaafurð frá rafgreiningu saltvatns til að búa til klór.

„Ljóst er að Hyundai vill sjá vetnistækni sína á sviði eldsneytis notaða á heimsvísu“, sagði Williams. „Þeir stofnuðu fyrirtæki og þeir vilja stækka það og komast til Evrópu og líklega Bandaríkjanna“.

Hyundai stefnir að því að ná allt að 15 prósentum af vetniseldsneyti á vörubifreiðamarkaði í Evrópu árið 2030 og beinast að löndum þar á meðal Þýskalandi og Hollandi. Fyrirtækið sendi sinn fyrsta hóp slíkra flutningabíla til Sviss fyrr á þessu ári og ætlar að framleiða 1.600 bíla árið 2025.

(Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is