Porsche Taycan Cross Turismo frumsýndur

    • Heimsfrumsýning á Cross Turismo: allrahanda, rafmagnaður fjölskyldu sportbíll

Við sögðum frá því að Porsche myndi brátt stækka Taycan línuna með nýju, hagnýtara afbrigði Cross Turismo, núna sem stationbíll. Við sögðum einnig frá því að bíllinn yrði frumsýndur á næstunni og birtum nokkrar myndir sem Porsche hafði sent frá sér.

image

En í dag kom að því að bíllinn var frumsýndur í beinni útsendingu á vefnum og í framhaldi af því sendi Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi okkur eftirfarandi fréttatilkynningu:

image

Porsche áfram leiðandi í rafvæðingu með nýrri útgáfu af Taycan

Stuttgart/Munchen. Í dag kynnti Porsche, Taycan Cross Turismo til leiks fyrir gestum og gangandi með alheimsfrumsýningu í streymi á netinu.

Með því breikkar Porsche framleiðslulínu fyrsta rafmagnaða sportbíl framleiðandans með þessum alhliða sportjeppa og heldur áfram vegferð sinni í átt að orkuskiptum.

Líkt og Taycan bíllinn er Taycan Cross Turismo byggður á hinni byltingarkenndu 800 volta tækni. Einnig stuðlar hinn hátæknivæddi undirvagn bílsins með fjórhjóladrifi og stillanlegri loftpúðafjöðrun að því að eiginleikar bílsins til aksturs í krefjandi aðstæðum eru með allra besta móti. Einnig geta aftursætisfarþegar um mjög frjálst höfuð strokið þar sem höfuðrými er vel skammtað og vel fer um farangur fjölskyldunnar í 1200 lítra stóru skottinu.

Cross Tur-ismo er því mjög alhliða, rafmagnaður, fjölskyldu sportbíll.

image

“Árið 2019 sendum við mjög sterk skilaboð með kynningu á fyrsta rafmagnaða sporbíl okkar,” sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche á alheimsfrumsýningu þessarar allrahanda útgáfu Taycan.

“Við lítum á okkur sem brautryðjendur vistvænna faratækja: árið 2025 mun helmingur allra nýrra ökutækja okkar verða rafmögnuð, að hluta til eða að fullu.

Árið 2020 var þriðji hver seldur bíll okkar í Evrópu rafmagnaður að einhverju leyti. Framtíðin er rafmögnuð. Með Taycan Cross Turismo erum við að taka enn eitt skref í þá átt

image

Allar týpur Cross Turismo til reiðu frá upphafi

Fjórar týpur af Cross Turismo verða til reiðu frá upphafi. “Performance Battery Plus” rafhlaðan, sem er 93.4 kWh að stærð, er staðalbúnaður í öllum týpum. Týpurnar eru sem hér segir:

    • Taycan 4 Cross Turismo, 476 hestöfl (350 kW) með “overboost” krafti sem notast við “Launch Control” og kemur bílnum frá 0 – 100 km/hraða á 5.1 sekúndu. Hámarkshraði 220 kílómetrar á klukkustund og drægni (WLTP) 456 kílómetrar.
    • Taycan 4S Cross Turismo 571 hestafl (420 kW) með “overboost” krafti sem notast við “Launch Control” og kemur bílnum frá 0 – 100 km/hraða á 4.1 sekúndu. Hámarkshraði 240 kílómetrar á klukkustund og drægni (WLTP) 452 kílómetrar.
    • Taycan Turbo Cross Turismo 680 hestöfl (500 kW) með “overboost” krafti sem notast við “Launch Control” og kemur bílnum frá 0 – 100 km/hraða á 3.3 sekúndum. Hámarkshraði 250 kílómetrar á klukkustund og drægni (WLTP) 452 kílómetrar.
    • Taycan Turbo S Cross Turismo 761 hestöfl (560 kW) með “overboost” krafti sem notast við “Launch Control” og kemur bílnum frá 0 – 100 km/hraða á 2.9 sekúndum. Hámarkshraði 250 kílómetrar á klukkustund og drægni (WLTP) 419 kílómetrar.

image

Hinn hátæknivæddi undirvagn bílsins skartar fjórhjóladrifi og stillanlegri loftpúðafjöðrun sem staðalbúnaði á öllum fjórum týpum.

Einnig verður hægt að fá svokallaðan “Of-froad Design” pakka sem eykur veghæð um allt að 30 millimetra sem gerir akstur á krefjandi malarvegum að leik einum. “Gravel Mode” eða utanvegahamur er einnig staðalbúnaður og gerir það bílinn enn betur í stakk búinn til keyrslu á krefjandi vegum utan alfaraleiðar.

image
image

Útlitslega sver Taycan Cross Turismo sig mjög í ætt við Mission E Cross Turismo hugmyndabílinn sem var kynntur á alþjóðlega bílasýningunni í Genf árið 2018. Fyrrnefndur “Offroad Design” pakki státar einnig af brettaköntum og ýmsum hlutum til varnar steinkasti.

(fréttatilkynning – myndir Porsche)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is