Nýtt lógó Peugeot kynnt

    • Nýtt merki Peugeot vísar til merkis frá sjöunda áratug síðustu aldar og gefur til kynna nýjar tegundir
    • Peugeot horfir til framtíðar í „flottari enda“ framboðs Stellantis-samsteypunnar með nýju merki og nýrri ímynd fyrirtækisins

Peugeot mun gangast undir „endurnýjun“ sem eitt af meira áleitnum og flottari merkjum í nýja Stellantis hópnum samhliða yfirvofandi frumsýningu á næstu kynslóð 308-bílsins.

image

Nýr Peugeot 308 fyrstur með nýja merkið

Nýr Peugeot 308 verður fyrsti framleiðslubíllinn til að bera nýja merkið, en restin af bílun í framboði munu verða uppfærðir á síðari stigum. Væntanlegur keppinautur Ford Focus og Volkswagen Golf verður lokabíllinn í röð fyrirtækisins sem verður uppfærður í nýjasta hönnunarmál og innréttingatækni Peugeot þar sem engin áform eru um arftaka aldraðra 108 borgarbíla.

image

„Ljón okkar tíma“ segja þeir hjá Peugeot um hið nýja merki Peugeot.

En Peugeot ætlar sér að ganga mun lengra í þessari nýju ímynd fyrirtækisins, því fyrirtækið er einnig uppfæra ímynd vörumerkisins með nýju útliti fyrir alla opinberar aðgerða þess, svo sem vefsíðu þess og bæklinga og umboða líka. Peugeot miðar að því að ljúka endurskipulagningunni um allan heim fyrir árið 2023.

Þessi endurnýjun ímyndar fellur einnig að áætlun Peugeot um að rafvæða allt framboð sitt árið 2025.

image

Stellantis er nýja samsteypan sem varð til við sameiningu Groupe PSA og Fiat Chrysler Automobiles á dögunum. Stellantis NV er fjölþjóðlegur bílaframleiðandi með höfuðstöðvar sínar í Amsterdam, Hollandi, sem var stofnað með samruna Groupe PSA og Fiat Chrysler Automobiles á grundvelli 50-50 samrunasamnings þvert á landamæri.

image

Nýr Peugeot 308 verður frumsýndur í næsta mánuði, og við verðum að bíða þangað til að því kemur til að vita hvernig bíllinn lítur út í raun og veru, en fyrir nokkru birti Auto Express þessa mynd sem tilgátu um það hvernig bíllinn gæti litið út, byggt á njósnamyndum af bílnum í prófunum.

Peugeot stefnir hærra

„Peugeot er að færa sig ofar á markaðinum“, fullyrti Linda Jackson, nýr yfirmaður Peugeot.

„Við höfum þegar eytt miklum tíma í að vinna í bílunum sjálfum og þetta er seinni hluti átaksins sem snýst allt um upplifun viðskiptavinarins.

Kveikjan er sú staðreynd að við elskum leiðina sem við förum nú með bílana“.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is