Fiat bætir mildum blendingum við Fiat 500 og Panda

-sækir fram með auknu „grænu yfirbragði“ á markaði smábíla

Fiat er að hefja sókn á sviði rafvæðingar með vægum tengitvinnbílsútgáfum af 500 og Panda. Drifrás með mildri blendingsútfærslu mun draga úr koltvísýringslosun að meðaltali um 20 prósent í báðum bílum samanborið við núverandi bíla með 68 hestafla, 1,2 lítra, fjögurra strokka bensínvél, sagði Fiat.

image

Fiat Panda (vinstra megin) og 500 eru söluhæstu bílarnir nr. 1 og nr. 2 í flota smábíla í Evrópu.

CO2 lækkunin verður 30 prósent fyrir Panda Cross útgáfuna, sagði Fiat í fréttatilkynningu.

Fiat 500 blendingsútgáfan mun koma til umboða í Evrópu í næsta mánuði og síðan Panda blendingsgerðin í mars.

Kerfið er með 12 volta reim sem er samþætt rafal sem er áfastur 69 hestafla, 1,0 lítra, þriggja strokka bensínvél. Kerfið er fest beint á vélina og er stjórnað af reim sem einnig drífur aukabúnað.

500 mildi tengitvinnbíllinn er með koltvísýringslosun sem nemur 88 grömm á km með samsvarandi formúlu sem breytir niðurstöðum WLTP prófana í NEDC jafngildi þeirra, að sögn Fiat.

Söluhæstu smábílarnir

Fiat Panda og 500 eru söluhæstu bílarnir, nr. 1 og nr. 2 í flokki smábíla í Evrópu.

Þessi markapssetning á mildum-blendingsútgáfum markar fyrsta skref rafvæðingar FCA í Evrópu.

Búist er við að önnur kynslóð 500e, bíla sem eingöngu nota rafhlöður, verði kynnt á bílasýningunni í Genf í mars en framleiðsla seríunnar hefst síðar á þessu ári. Fyrsta kynslóðin var aðeins seld í Bandaríkjunum.

Búist er við að einstök markmið FCA verði aðeins undir 95 g/km tölunni miðað við meðaltal bíllotans. Meðallosun CO2 í Evrópu var 119,1 g / km árið 2017 samkvæmt síðustu opinberu gögnum ESB.

Framkvæmdastjóri FCA, Mike Manley, sagði í ágúst síðastliðnum að bifreiðaframleiðandinn þyrfti ekki að greiða sektir fyrir árin 2019 og 2020, þökk sé samstarfinu við Tesla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is