Takmörkuð útgáfa Morgan 3-Wheeler markar lok framleiðslunnar

    • Morgan 3-Wheeler (3ja hjóla útgáfan) mun halda inn í eilífðina á næsta ári - en breska vörumerkið hefur staðfest að bíllinn muni snúa aftur eftir stutt hlé

image

Morgan hefur kynnt sérstaka útgáfu af 3ja hjóla bílnum sínum til að marka lok framleiðsluferils bílsins. Hann er kallaður P101, sem er tilvísun við innanhúsheitið sem verkfræðingar Morgan notuðu fyrir frumsýninguna.

Framleiðsla verður takmörkuð við aðeins 33 eintök á heimsvísu, sem flestum hefur þegar verið úthlutað til kaupenda í Bretlandi og Bandaríkjunum. Verð á hverri gerð verður frá 45.000 pundum (um 8,2 milljónir ISK) og búist er við að fyrstu sendingar berist á næsta ári.

image

Ef nánar er skoðað kemur í ljós að P101 er fullur af fínni smáatriðum. Útblásturinn hefur til dæmis verið keramikhúðaður til að fá betri hitaeinangrun og eru í mismunandi litum á hvorri hlið bílsins. Hver bíll er einnig með nýja vindhlífar fyrir ökumann og farþega, merki fyrir framdekkin og „P101“ merki á yfirbyggingu og mælaborði.

Kaupendur geta jafnvel valið um val á fjórum einstökum merkingum á yfirbyggingu P101 sem hver hefur sitt skemmtilega nafn. „Dazzleship“ (myndin hér að ofan) er með svarthvíta hönnun, innblásin af myndrænu felulitunum sem notaðir eru á herbílum.

Litaval „Belly Tank“ heiðrar kappakstursfólk frá lokum fjórða áratugarins, sem flest ökutækin voru smíðuð úr afgöngum úr flugvélum úr síðari heimsstyrjöldinni. Morgan segir einnig að þessir kappakstursbílar hafi veitt 3-Wheeler fjölskyldunni innblástur.

image

Morgan segir „Aviator“-útlitið vera innblásið af nefkeilulistinni sem máluð var orustuflugvélar konunglega breska flughersins á stríðsárunum. Að lokum er „kappakstursbíllinn“ með rönd og hring, sem heiðra kappaksturslitina sem komu fram á Morgan-bílum sem notaðir voru í kappakstri.

Líkt og venjulegur Morgan 3-hjóla er P101 knúinn af 2,0 lítra tveggja strokka vél, sem er 82 hestöfl og togið er 140 Nm.

Vélin sendir drifkraftinn að einu afturhjóli um fimm gíra beinskiptan gírkassa - og breska vörumerkið segir að kerfið muni veita 0–100 km/klst á sex sekúndum og hámarkshraða 185 km/klst.

Framtíð 3ja hjóla Morgan

Takmarkaða útgáfan af 3 hjólum P101 markar lok tímabils fyrir Morgan - bíllinn hefur verið ein farsælasta módel fyrirtækisins með 2.500 eintök seld voru frá því hann kom á markað 2011. Hins vegar hefur Morgan staðfest að 3 Wheeler mun brátt koma til baka.

image

Sem stendur er breska vörumerkið enn þá þögult um það hvernig önnur kynslóð gerðarinnar muni líta út - en talsmaður vörumerkisins hefur staðfest að fyrirtækið „sé ekki enn búið með bensínafl.“ Eitt sem er þó öruggt er að hann verður ekki knúinn af sömu vél og notaður er í núverandi bíl, vegna hertrar losunarreglugerðar.

(frétt á vef Auto Express – myndir Morgan)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is