Við birtum á dögunum grein um bílana hans Derrick, lögregluforingjans í þýsku sjónvarpsþáttunum með sama nafni . Í framhaldinu kom einn lesenda með spurninguna hvort ekki mætti búast við grein um Peugeot-bílinn hans Columbo? Og það var sjálfsagt að verða við þeirri ósk!

image

Margir sjónvarpsáhugamenn, frekar þeir eldri, muna örugglega eftir vinsældaseríunni „Columbo“ með Peter Falk. Falk lék þar eineygðan lögreglufulltrúa sem var alltaf í skítugum og krumpuðum frakka. Þættirnir voru fyrst á dagskrá árið 1971.

Dálítið lúinn og óhreinn

Bíllinn hans var Peugeot 403 Cabriolet 1959 (blæjubíll) sem var nokkurs konar persónuleg köllun Columbo. Og í öllum þáttunum var þörf fyrir þvott og þrif á bílnum.

image

Þessi Peugeot var í raun sjaldgæf tegund frá franska bílaframleiðandanum þar sem aðeins 504 blæjubílar voru smíðaðir árið 1959.

Peugeot 403 blæjubíllinn var í Frakklandi það sem Karman Ghia var fyrir Þýskaland. Evrópskir bílaáhugamenn höfðu úr nokkrum sportlegum bílum að velja sem voru í raun á verði sem „venjulegir“ kaupendur höfðu efni á og 403 og Karman Ghia voru tveir þeirra. Jú, auðvitað voru líka til bílar á borð við voru Aston Martin, Ferrari og Maserati, en þeir voru sérhæfðir aflmiklir sportbílar og verðmiðinn í samræmi við það.

image

Og rétt eins og margir sem muna eftir sjónvarpsþáttunum þá var það setningin sem Columbo sagði alltaf við væntanlegan morðingja: „Ó, bara eitt í viðbót,“ og þess vegna snúum við okkur að „Lieutenant Columbo“ og Peugeot 403 blæjubílnum hans.

Það var almenn vitneskja að Peugeot-bílaframleiðandinn var ekki svo ánægður með hvernig Columbo sá um sinn 403, eða öllu heldur skorturinn á umhirðu; Bíllinn var alltaf óhreinn, með blettaða málningu og virtist reykja reglulega. Það passaði við persónuna sem Falk lék, þar á meðal bumbulaga framkomu, ekki alltaf í hreinum fötum og stöðugt reykjandi.

403 blæjubílar til afnota

Á NBC árum sjónvarpsþáttanna var númeraplatan á Peugeot-bílnum 044-APD en þegar ABC kom með seríuna aftur árið 1988 var númeraplatan 448-DBZ. Einnig seldi NBC / Universal Pictures Columbo Peugeot-bílinn eftir síðasta þáttinn og hann fór til Ohio.

image

Í annarri seríu Columbo-þáttanna voru Falk og ABC með þrjá 403 blæjubíla til notkunar, þar af einn af árgerð 1960.

Peter Falk var blindur á hægra auga og missti það úr krabbameini þriggja ára. „Columbo“ skaffaði Falk verðlaun á sínum tíma fyrir þættina á NBC frá 1971 til 1978 og síðan á ABC frá 1989 til 2003; 13 Emmy-verðlaun, tvenn Golden Globe, tvenn Edgar-verðlaun og tilnefningu til TV Land-verðlauna árið 2005 fyrir æviframlag Peter Falk.

Þessu tengt: 

[Greinin er frá 1. maí 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is