Hvaða skjákort ert þú með í bílnum þínum?

Ekkert, er líklegasta svarið og líklega færðu ekki þessa spurningu yfir höfuð. En þeir sem hafa spilað tölvuleiki í PC tölvum fá oft hliðstæða spurningu um skjákortið í tölvunni þeirra.

image

Nvidia er þekkt fyrir að framleiða GeForce skjákortin og er í harðri samkeppni við AMD sem framleiðir Radeon skjákortin. Flestir þekkja fyrirtækin tvö einmitt vegna skjákortanna. En Nvidia er nú búið að útvíkka starfsemi sína og farið að framleiða íhluti fyrir bíla. Skyldi AMD fylgja í kjölfarið?

NVIDIA DRIVE er vél- og hugbúnaður sem nýtir gervigreind til að bæta upplifun notandans. Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra endalaust svo gervigreindin getur fengið nýjustu fítusana að sögn NVIDIA.

NVIDIA segist einnig vera að vinna með Mercedes Benz, Audi og Honda að gerð akstursupplýsinga- og afþreyingakerfa.

Stuðst við grein af Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is