Þurrkublöð með innbyggðum rúðuþvotti

Nýjar Wrangler rúðuþurrkur frá Jeep eru með innbyggðum rúðusprautum

Mopar þurrkublöð passa á Wrangler og Gladiator frá og með árgerð 2018

Samkvæmt vef Jalopnik í Bandaríkjunum eru Jeep og Mopar nú að selja hágæða rúðuþurrkur fyrir Jeep Wrangler og Jeep Gladiator. Jeep segir að nýju þurrkurnar muni hreinsa framrúður fljótt á meðan minni rúðuvökvi er notaður.

Vídeo sem sýnir þurrkublöðin í virkni

Hrein stroka eða „Clean Sweep“: Jeep® Performance Parts kynnir ný, afkastamikil rúðuþurrkublöð

Jeep segir að óhreinindi og rusl skolist burt við fyrstu stroku blaðanna þar sem 12 vatnsbunur beina vökvanum þangað sem hann á heima.

Raunverulega, er þetta að flytja rúðusprauturnar góð hugmynd fyrir miklu meira en bara til notkunar í torfæruakstri.

Og fyrir fleiri bíla en bara jeppa. Eins og er eru þurrkurnar aðeins fáanlegar fyrir 2018-2022 Jeep Wrangler og Gladiator gerðir.

image

Nýju Wrangler framrúðuþurrkublöðin eru með innbyggðum rúðusprautustútum. Mynd: Jeep

Þetta gæti verið líklegt, segir Jalopnik-vefurinn, allt eftir verðinu á þurrkunum og óþægindunum sem fylgja sérstöku þurrkublöðunum.

Ég vil helst ekki þurfa að panta blöð frá Mopar þegar það er svo auðvelt að fara í Costco eða AutoZone og kaupa ný blöð, segir höfundur fréttarinnar á Jalopnik.

En þessi tækni er ekki ný

Jalopnik segir í þessari frétt sinni að það sé skrýtið af hverju enginn hafi komið með þetta fyrr!

image

„Jet Wiper“ frá Bosch

Skrifari Bílabloggs man eftir því að hafa ekið bílum þar sem slanga var leidd upp rúðuþurrkuarminn til að sprauta beint á rúðuna um leið og þurrkunum var beitt, en það er vissulega rétt að þetta er sennilega í fyrsta sinn sem sjálf þurrkublöðin eru með „innbyggðum“ úðastútum!

image

Ef grannt er skoðað má hér sjá fínleg göt fyrir „vatnsbununa“ á myndinni hér að ofan á þessu nýju þurrkublöðum frá Jeep.

image

(frétt á vef Jalopnik)

Fleiri greinar tengdar rúðuþurrkum:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is