Nýr Volkswagen Polo GTI 2021 frumsýndur í júní

    • Volkswagen Polo GTI með nýju yfirbragði mun birtast, með sportlegum viðbótum og 2,0 lítra túrbó bensínvél

Volkswagen mun fylgja nýlega uppfærðum Polo með uppfærðu GTI afbrigði, sem kemur fram á sjónarsviðið í lok júní.

Autoexpress birti þessa teiknimynd frá VW, sem gefur vísbendingu um frísklegt útlit, sem mun fylgja forminu sem sett er fram af venjulegu útgáfunni af uppfærða Polo.

Nýr framendi með LED ljósastiku í fullri breidd verður bætt við uppfærð framljósin og nýjum neðri stuðarahluta, en við getum einnig séð nýjar fimm-arma álfelgur á myndinni.

image

Svipaðar uppfærslur eiga sér stað að aftan með nýjum afturljósum innblásnum af stærri Golf kynslóð 8, en að innan munum við sjá nýtt sportstýri mep GTI-vörumerki birtast við hliðina á uppfærðri hitunar- og loftslagsstýringu með snertinæmum rennihnöppum stað raubverulegra hnappa og hnúða.

Drif verður sent á framhjólin um sjö þrepa DSG sjálfskiptingu.

Líklegt er að frumkynning í næsta mánuði hefði meira en líklega verið tímasett til að falla saman við árlegu VW-hátíðina í Worthersee í Austurríki, en eins og í fyrra hefur atburðinum árið 2021 verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19.

(Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is