Smart kynnir lítinn rafknúinn jeppa sem smíðaður verður í Kína

    • Smart, sem er þekkt fyrir smábílana sína, er að færa sig í samkeppni stærri bíla

Daimler og kínverski samstarfsaðilinn Geely hafa kynnt nýjan rafknúinn jeppa fyrir vörumerkið Smart sem fer í fjöldaframleiðslu á næsta ári.

image

Smart-jeppinn verður frumsýndur með haustinu og fer í framleiðslu á næsta ári. Mynd DAIMLER.

„Við höfum nýtt tækifærið og fundið upp vörumerkið að nýju,“ sagði Gorden Wagener, yfirmaður hönnunar Daimler, á kynningu fyrir blaðamenn. „Nýi Smartinn verður flottur, kynþokkafullur og fullorðinn í stað þess að vera sætur og fjörugur“, sagði hann.

Jeppinn er meira en 4000 mm langur og er meira en einum og hálfum sinnum lengri en ForTwo og næstum jafn langur og Mercedes-Benz EQA rafknúni krossover-bíllinn.

Snjalli jeppinn mun bjóða upp á þráðlausar uppfærslur á hugbúnaði og háþróaða aðstoðartækni fyrir ökumenn sem færir hann nær sjálfstæðri akstursgetu.

Þótt hann sé aðeins styttri en EQA mun fjögurra dyra Smart bíllinn hafa áberandi meira fótarými.

„Rétt eins og núverandi Smart-bílar, þá mun fyrsti Smart nýrra tíma bjóða upp á betra hlutfall lengd og innanrýmis en hefðbundin ökutæki,“ sagði Wagener.

image

Bílavefurinn Carwow birti þessa teikningu sem á að sýna þennan nýja Smart-jeppa í aðalatriðum.

Sameiginlegt verkefni Daimler og Zhejiang Geely Holding Group mun smíða rafknúna Smart-bíla í nýrri verksmiðju í Xian í Kína. Verksmiðjan mun hafa getu til að framleiða um 150.000 ökutæki á ári, að því er fyrirtækin sögðu í janúar 2020.

Geely segir að grunnur bílsins muni bjóða upp á allt að 700 km akstursdrægni og styttri hleðslutíma til muna vegna 800 volta hleðlsutækni.

Smart fær ekki allan pakkann. „En núverandi 160 km aksturssvið eins og er í dag hjá Smart EQ ForTwo mun ekki lengur vera viðmið fyrir okkur“, sagði Daniel Lescow, forstjóri Smart.

Daimler og Geely munu hefja sölu á nýrri kynslóð Smart-bíla sem smíðuð er í Kína á næsta ári.

Daimler hefur selt verksmiðju Smart í Hambach í Frakklandi til jarðolíuefnarisans Ineos, sem ætlar að hefja framleiðslu á fyrsta farartæki sínu, Grenadier jeppanum, mögulegum keppinaut Land Rover Defender, í júlí 2022.

(Thomas Geiger - Automobilwoche)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is