Gamlar og nýjar skissur úr smiðju GM

Það er ótrúlega gaman að kíkja inn á Instagram reikning GM Design og sjá hvað þar er að gerast. Enn skemmtilegra er þó að kafa dýpra og sjá þar dýrindis skissur hinna goðsagnakenndu hönnuða úr fortíðinni og sjá hvað þeir voru að hugsa. Þar má reyndar sjá að ekki komust þær allar í framleiðslu.

image

Í liðinni viku mátti til dæmis sjá á Instagram reikningi GM Design nokkrar myndskreytingar frá George Camp, en ferill hans spannaði tæpa fjóra áratugi, frá 1963 til 2001.

Ein af skissunum lítur út fyrir að vera 1971-72 Pontiac GTO Judge en með tveimur stórum köntuðum framljósum í stað sex kassalaga sem voru í framleiðsluútgáfunni.

Að aftan er hann allt öðruvísi en framleiðsluútgáfan, með stórum samfelldum spoiler.

image

Skissur af Pontiac GTO Judge og Corvette ZR-1 úr smiðju GM.

image

Framleiðsluútgáfa af Pontiac GTO Judge árgerð 1970.

Framsýnar hugmyndir

Önnur atriði sem sjá má en ekki voru í framleiðsluútgáfu Pontiac GTO Judge gerðinni eru stór loftinntök neðantil að framanverðu, „gardínulaga“ stönsun í framstuðara og loftinntök undir framljósunum – sem alls ekki eru svo fráleit og sjá má á mörgum bílum dagsins í dag.

Þó illa hafi gengið að sjá dagsetningu á myndunum mátti sjá ártalið 1965 sem passar nokkuð vel við í tíma.

Bland í poka

Það er líka teikning af straumlínulagaðri Corvette ZR-1. Sjá má augljós tengsl á hugmynd GM á Corvette Indy frá árinu 1986 og fjórðu kynslóðar F-body Pontiac Firebird.

Svo það er ekkert fráleitt að hlutar þessarar skissu hafi verið notaðir í framleiðsluútgáfu.

image

Fjórða kynslóð Pontiac Firebird - F-body.

Í skissupakkanum mátti einnig finna skissu af sportbíl frá því í maí 1970 sem líkist mjög Mazda RX-500 frá sama ári. Einnig Syd Mead (frægur hönnuður hjá GM) útlit af Cadillac Coupe. Á þeim bíl var grillið vörumerki GM og átti að tákna foss. Að aftan líktist skissan Colonnade Cutlass (Colonnade bílarnir voru með B-bita og mjög stórum hliðargluggum).

image

Undirritaður átti einn svona. Fékk hann nýjan úr kassanum.

image

Mazda RX-500 hugmyndabíll frá 1970. Þessi var til í Matchbox útgáfu.

image

Efri myndin er af bíl sem líkist ansi mikið Mazda RX-500 hugmyndabílnum frá 1970 og sú neðri skissa af Cadillac Coupe með Syd-Mead lúkki.

image

Að aftan líktist skissan af Caddanum þessum Oldsmobile Cutlass

Framtíðartónn

Á Instagram reikningi GM Design voru líka nýrri skissur. Ein skisssan sýnir FJ Cruiser, rafdrifinn off-road bíl, nokkuð huggulegan sportara með Chevy grillinnu og Silverado pallbílinn sem lítur eiginlega mun betur út en núverandi framleiðsluútgáfa.

image

Rafdrifinn off-road rafmagnsbíll.

image

Hér er pallbíllinn sem líkist Silverado nokkuð en lúkkar þó mun betur.

image

Huggulegur sportari með Chevy grilli.

Það er frekar auðvelt að gleyma sér í vafri á Instagram aðgangi GM Design enda gaman að sjá hvað hefði getað verið og hvað gæti orðið.

[Fyrst birt í maí 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is