Hyundai forkynnir alveg nýjan i20 á undan frumsýningu í Genf

Þetta er fyrsti bíll þeirra á Evrópumarkað sem er með nýja hönnununarútlit Hyundai

image

Að aftan eru ljósin eð örvarútliti og virðast vera tengd með þunnu ljósbandi sem er samþætt í afturglugganum. Hyundai kemur hér með vinsælan tvílit á bílnum með því að gefa honum andstætt svart þak, sem heldur áfram niður að afturljósunum. Það er líka merki um vindskeið að aftan.

Það hefur komið fram að innanrýmið fái einnig nýtt yfirbragð, með láréttum línum í mælaborði og fela loftopin, nýtt stafrænt mælaborð og tvo 10,25 tommu skjái.

Það liggur ekkert fyrir um drifrás né heldur hvort Hyundai muni bjóða upp á nýju útgáfuna í þriggja dyra Coupe útgáfum eins og áður. Fyrri útgáfan var einnig boðin í Sport-útgáfu. I20 Coupe þjónar einnig sem grunnbíll sem Hyundai World Rally Team notaði til að verða meistari meðal framleiðenda í World Rally Championship mótaröðinni árið 2019. Við fræðumst nánar um þennan nýja i20 á bílasýningunni í Genf í mars, ef ekki fyrr.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is