Toyota kynnir næstu kynslóð Land Cruiser

    • Kemur væntanlega víða á markað í sumar, en ekki þó í Bandaríkjunum

Fyrir okkur sem erum frekar fjarri helstu bílamörkuðum þarf stundum að vera á vaktinni til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast.

Toyota Land Cruiser er einn merkasti bíll allra tíma. Jeppinn sem er óneitanlega „flaggskip“ Toyota hefur verið til í 70 ár; meira en 10,4 milljónir Land Cruiser-jeppa hafa verið seldar í 170 löndum.

Það hefur reyndar verið löng bið eftir alveg nýrri útgáfu - síðan 2007.

image

Kemur á markað í sumar

En við verðum að reiða okkur á útlendar bílavefsíður, sem margar hafa verið að fjalla um þessa nýju útgáfu af Land Cruiser. Gefum vefsíðunni motorauthority.com orðið:

„Toyota kynnti næstu kynslóð Land Cruiser á miðvikudaginn. Þekktur innan fyrirtækisins sem 300 serían, hann kemur á flesta markaði sem árgerð 2022 og búist er við að hann muni koma á markað í sumar. En það vekur athygli að þessi nýi Land Cruiser kemur þó ekki á Bandaríkjamarkað.

En að mati margra var löngu kominn tími á endurhönnun Land Cruiser. Fráfarandi 200 sería hefur verið til sölu síðan árið 2008.

Jeppinn er áfram með yfirbyggingu á grind en er í dag smíðaður á nýjum GA-F grunni sem Toyota segir lækka heildarþyngd ökutækis um 200 kg, með lægri þyngdarpunkt.

image

Lengd, breidd og hjólhaf ökutækis, sem og aðkomu- og fráhorn, eru þau sömu og áður í flestum búnaðarstigum samkvæmt upplýsingum Toyota. Hönnun hefur heldur ekki breyst mikið; helsta aðgreiningin eru stór loftop við grillið.

Báðar vélarnar eru paraðar við 10 gíra sjálfskiptingu.

image

Toyota útbjó nýja Land Cruiser með „rafrænu hreyfibúnaðarkerfi“ eða „Electronic Kinetic Dynamic Suspension System“ (E-KDSS) með aðlagandi kerfi höggdeyfa til að bæta áhrifin í akstrinum.

Kerfi „Multi-Terrain Select“ akstursstillinga og „Multi-Terrain Monitor“ myndavélakerfi er hannað til að hjálpa í akstri í torfærum.

image
image

Nýtt í tæknihliðinni er „Toyota Safety Sense“ aðstoð ökumanns, sem þegar er staðall í flestum öðrum gerðum bílaframleiðandans.

Hættir á Bandaríkjamarkaði

Toyota hefur staðfest áður að Land Cruiser muni hætta í Bandaríkjunum eftir árið 2021. Sérstök „Heritage“ útgáfa af 200-bílnum þjónar sem lok bílsins á þessum markaði.

„Ein mikilvægasta kynning á nýjum bíl á árinu“

Sumir bílavefir líta á þessa kynningu á nýjum Land Cruiser „að hún sé án efa ein mikilvægasta jeppakynning ársins“, eðs svo segir á vef motor1.com.

image

Sumir freistast til að segja að það sé meiri veruleg andlitslyfting á gamla LC200 frekar en alveg ný gerð þar sem útlitið hefur frekar bara þróast.

image

Meiri breytingar í innanrými

Að innan hefur verið miklu breytt til að koma til móts við staðalgerð níu tommu upplýsingaskjá eða nýjan 12,3 tommu skjá, sem er aukabúnaður.

Ekki til sölu hér á landi

Samkvæmt upplýsingum frá Páli Þorsteinssyni upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi kemur Land Cruiser 300-bíllinn ekki á markað í Vestur Evrópu og verður því ekki til sölu hér á landi.

image
image

Myndbönd sem sýna eiginleikana betur

Hér að neðan má sjá vídeó af þessum nýja Land Cruiser 300 sem sýna eiginleika bílsins betur í smáatriðum:

Hér er fjallað um yfirbyggingu og grind:

Hér er verið að segja frá fjöðrunarkerfinu

Og hér segir frá eiginleikum Land Crusier 300 í torfæruakstri

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is