Renault mun koma með Espace „minivan“ sem sportjeppa í millistærð

Sjötta kynslóð Espace verður frumsýnd í vor sem fimm eða sjö sæta bíll

PARIS -- Renault mun setja Espace á nýjan stall sem fimm og sjö sæta sportjeppa sem verður sýndur í vor, eftir fimm kynslóðir sem „minivan“ eða fjölnotabíll.

Fyrsta kynslóð Espace kom á markað árið 1983 en á síðustu árum dróst salan verulega saman þar sem kaupendur völdu jeppa eða crossover í auknum mæli fram yfir „minivan“.

image

Fimmta kynslóð Renault Espace (á myndinni) kom á markað árið 2015. Salan hefur minnkað úr meira en 25.000 bílum í 1.135 bíla á síðasta ári.

Espace verður byggður á Renault-Nissan CMF-C/D grunninum, fyrir litla og meðalstóra bíla, sagði Renault á þriðjudag.

image

Frá vinstri til hægri, fjórða, þriðja, önnur og fyrsta kynslóð Espace-bílsins.

Sala í Evrópu á fimmtu kynslóðar útgáfunni var aðeins 1.135 eintök árið 2022 samanborið við 2.773 árið 2021, samkvæmt tölum frá Dataforce.

Gerðin var frumsýnd árið 2015 og seldist í um 21.500 eintökum í Evrópu; fyrri kynslóðir höfðu selst vel yfir 50.000 bíla á ári.

Peugeot 5008, sem var með svipaðar sölutölur og Espace árið 2015, skilaði verulegri söluaukningu þegar hann var endurútbúinn sem crossover fyrir 2017 árgerðina.

(Automotive News Europe).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is