SsangYong J100 á að vera öflugur í rafknúna jeppageiranum

    • Rafknúni sportjeppinn í millistærð er ætlaður til framleiðslu á næsta ári og hann mun væntanleg líka koma sem pallbíll

Það hefur verið frekar hljótt um bílaframleiðandann Ssangyong í Suður-Kóreu í kjölfar frétta um fjárhagsleg vandamál þar á bæ, og hafa borist fréttir um að skiptaréttur í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu sé mál málefni fyrirtækisins til skoðunar eftir að eigandi þess, indverska stórfyrirtækinu Mahindra og Mahindra hafi mistekist að finna nýja eigendur að fyrirtækinu.

image

En láta ekki deigan síga

SsangYong hefur tilkynnt áform um að fara inn á meðalstóran rafknúna jeppamarkaðinn með gerð sem myndi keppa við bíla á á borð við Skoda Enyaq og Volkswagen ID.4 með lægri verðmiða.

Kóðaheiti bílsins er J100, nýi bíllinn hefur verið myndaður á smáatriðum með það í huga að koma honum á markað árið 2022.

Engar tækniforskriftir fyrir bílinn hafa verið kynntar, þó að árið 2018 hafi SsangYong opinberað áætlanir um grunn fyrir bíla sem aðeins nota rafmagn frá rafhlöðum, og þar með líka rafknúinn grunn að sportjeppa, sem hentar jepplingum í C og D stærðarflokki sportjeppa, sömu stærðar og nú hefur verið gefin í skyn fyrir J100.

image

Fjárhagsstaða vörumerkisins hefur breyst töluvert síðan áætlanir um grunn rafbíla voru gerðar opinberar.

Hann lítur út fyrir að vera ólíkur öllu í núverandi framboði SsangYong.

Hvað stærð varðar skilgreinir vörumerkið J100 sem stærri meðalstóran jeppa, þó hann verði minni en Rexton.

image

Gömul og gróin saga

SsangYong Motor Company er fjórði stærsti bílaframleiðandinn í Suður-Kóreu, sem er í eigu indverska fjölþjóðlega bifreiðafyrirtækisins Mahindra & Mahindra Limited.

Árið 1964 byrjaði Hadonghwan Motor Company að smíða jeppa fyrir Bandaríkjaher auk vörubíla og strætisvagna.

Frá og með árinu 1976 framleiddi Hadonghwan margs konar sérstök ökutæki. Eftir að hafa breytt nafni sínu í Dong-A Motor og tekið við stjórn Keohwa árið 1984, var það tekið yfir af SsangYong Business Group árið 1986.

Bílabúð Benna fékk einkaumboð á Íslandi fyrir suður-kóreska bílaframleiðandann SsangYong í júní 1996.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is