Nýr Audi Q3 45 TFSI e tengitvinnbíll bætist við úrvalið

    • Audi hefur hleypt af stokkunum nýrri PHEV útgáfu af Q3 sportjeppanum og er með sömu 1,4 lítra tengitvinn drifrás og Volkswagen Golf GTE

image

Audi komið fram með nýja gerð Q3 tengitvinnbíls. Hann er merktur 45 TFSI e og hann fer í sölu með vorinu á næsta ári sem bein keppinautur við Range Rover Evoque PHEV og Volvo XC40 Recharge T5.

image

Q3 er knúinn áfram af þrautreyndri tengitvinndrifrás Volkswagen Group, en hann er með túrbó 1,4 lítra fjögurra strokka bensínvél, 114 hestafla rafmótor og 13kWst litíumjónarafhlöðu. Saman skila þessir mótorar 242 hestöflum í heild sinni með hámarki 400Nm togi.

image

Aflrásin gefur Q3 hröðun frá 0–100 km á 7,3 sekúndum og hámarkshraða um 210 km/klst. Audi segir einnig að tengitvinngerðinm geti farið 50 kílómetra á rafmagni einu, á hámarkshraða 139 km/klst. Opinberar sparneytni- og losunartölur eru enn þá óstaðfestar.

Audi mun láta fylgja með 2 hleðslusnúrur fyrir allar seldar gerðir - og þegar hann er tengdur við veggkassahleðslutæki heima fyrir mun Q3 45 TFSI e endurheimta fulla hleðslu á þremur klukkustundum og 45 mínútum. Audi býður einnig aðgang að opinberu hleðsluneti sínu, sem veitir kaupendum RFID merki og mánaðarlegan reikning fyrir rafmagnið sem neytt er.

image

Það kemur ekki á óvart að „Black Edition-gerðin“ býður upp á svart útlit ágrillinu, þakbogum, gluggarömmum og hliðarspeglum. Að innan fá kaupendur einstakt flatbotnað stýri.

image

„Vorsprung-gerðin“ sem er toppgerðin byggir á þessari forskrift með 20 tommu álfelgum, Matrix LED aðalljósum, glerþaklúgu með panorama útsýni og aðlagandi dempara. Það eru nokkrar fleiri uppfærslur í innanrýminu, svo sem Bang & Olufsen hljómtæki, rafknúin sæti, þráðlaus hleðslutæki fyrir snjallsíma og stærri 12,3 tommu skjár fyrir framan bílstjórann.

(Auto Express – myndir frá Audi)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is