Varmaskjólur eða boddýpeysur?

Smekkurinn er misjafn eins og mannfólkið. Spurning hvernig það myndi henta okkur hér á Íslandi að klæða bílana okkar í ullarpeysur til að verja þá fyrir kuldanum. Dæmi nú hver fyrir sig.

Prjónuðu kaðla „ húfu” á VW Bjöllu

Það var prjónari í LA sem fékk það skemmtilega verkefni að prjóna húfu á VW Beetle. Túlkunin átti að sýna fram á að „bílahúfa” væri „notaleg” fyrir bílinn. Zurich Insurance Group í Bretlandi var viðskiptavinurinn.

image

Þarna undir er Bjallan sem eigandanum þykir svo ofurvænt um.

„Þetta var einfalt“, sagði Judy Gergory, prjónakona með meiru. „Ef þú elskar eitthvað nógu mikið, verndar þú það á sem bestan hátt.“ Prjónaðu húfu og gefðu hana þeim sem þú elskar.

Hún var um 11 daga að klára húfuna en hafði með sér tvær vinkonur til hjálpar. Þær notuðu prjóna númer 35 í verkið.

Við látum nokkrar myndir af vel prjónuðum „Varmaskjólum“ eða „Boddýpeysum“ á bílinn fylgja með.

image

Hér er önnur Bjalla, aðeins eldri. Takið eftir prjónuðu/hekluðu hulsunum utan um dekk og felgur.

image

Þessi er í regnbogalitunum.

image

Gæti verið að þarna undir sé ef til vill Fiat 850?

image

Hver þarf hita í sætum með svona útbúnaði?

image

Ef menn hafa engan garð er þetta ef til vill lausnin.

image

Takið eftir hliðarspeglinum - ekkert stílbrot í þessu. Dúskurinn gerir gæfumuninn.

image

Mikið lagt í þessa Boddýpeysu. Ætli þetta gæti verið Subaru eða Nissan?

image

Skemmtilegur frágangur felgum. Hvað erum við að tala um margar dúllur, heklaðar á þessum?

image

Þetta er nú bara frekar lekkert hekl myndi ég segja.

image

Smart þessi.

image

Þessi Renault 4 er líklega af hippakynslóðinni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is