Dacia Duster með endurbótum í útliti og meiri tækni

    • Hinn hagkvæmi Dacia Duster hefur verið uppfærður í 2021 árgerð með nokkrum endurbótum í hönnun og nýjum átta tommu upplýsingaskjá

Bílaleigubílar eru oft ágætur mælikvarði á hvernig bílar eru að standa sig í íslensku umhverfi. Einn slíkra bíla er Dacia Duster sem er minni gerð jeppa sem er framleiddur og markaðssettur sameiginlega af franska framleiðandanum Renault og rúmenska dótturfyrirtækinu Dacia síðan 2010.

image

Með auknum fjölda ferðamanna fjölgaði bílaleigubílum mikið og í þeim flokki hefur Duster verið áberandi og staðið sig vel.

image

Hann þykir góður ferðabíll, langt á milli hjóla sem gerir hann stöðugan og með fjöðrun sem hentar vel á íslenska vegakerfinu.

Dacia Duster jeppinn hefur fengið nú andlistlyftingu fyrir árgerð 2021. Endurskoðaða gerðin mun fara í sölu síðar í sumar og fylgja nokkrar útlitsbreytingar og aðeins meiri tækni, sem vörumerkið vonar að muni halda bílnum framar öðrum tilboðsbílum á markaðnum, eins og MG ZS, eða svo kemur fram í frétt á vef Auto Express.

image

Dacia hefur ekki enn staðfest verðlagningu bílsins eða búnaðarstig en Auto Express gerir ráð fyrir að bíllinn haldist nálægt núverandi verði.

image
image

Dacia segir að allar þessar uppfærslur hafi verið hannaðar til að gera þennan endurnýjaða Duster aðeins straumlínulagaðri en forverann.

Þeim fylgir nokkur skilvirkni, (eins og hjólalegur með lægri núningsmótstöðu og ný dekk), og stuðla að 5,8 g/km minni losun koltvísýrings á fjórhjóladrifsgerðinni.

image
image

Innréttingar Duster hafa fengið áberandi endurhönnun þar sem Dacia kynnti nýtt áklæði og grennri höfuðpúða, sem Dacia segir vera vinnuvistfræðilegri og leyfi betri yfirsýn.

Það er líka nýr miðjustokkur, sem er með par af USB-innstunguu, 1,1 lítra geymsluhólf og innfellanlegan armpúða.

Kaupendur fá einnig aðeins meiri staðalbúnað yfir allt sviðið. Sérhver afbrigði eru með skjá með ferðaupplýsingar, sjálfvirka stillingu á aðalljósum og hraðatakmarkara.

image

Media Display pakkinn inniheldur einnig búnað Apple CarPlay og Android Auto á meðan Media Nav búnar bílar fá samþætt leiðsögukerfi (sat-nav) og þráðlausa snjallsímatengingu.

Báðar týpurnar eru með framhjóladrifi og sex gíra beinskiptingu.

Best búni bíllinn með bensín vél er 148 hestöfl TCe 150, sem deilir sömu 1,3 lítra einingunni og TCe 130. Hann er einnig framhjóladrifinn, en fæst aðeins með nýrri sex gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu.

image

Enn er dísilvalkostur í boði - 113 hestafla 1,5 lítra fjögurra strokka dCi 115. Hann er aðeins fáanlegur með sex gíra beinskiptingu, en kaupendur fá val um annað hvort fram- eða fjórhjóladrif.

image

Þessi gerð framleiðir einnig aðeins meira afl en gerðin sem notar aðeins bensín og býður upp á 99 hestöfl.

(byggt á frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is