Gleymdur gullmoli

Jagúar E-Type er af mörgum talinn einn fallegast bíll sem smíðaður hefur verið. Það á kannski helst við um fyrstu kynslóðina, Series 1 bílinn.

image
image

Allt upprunalegt

Þessi E-Type kom á götuna kolsvartur og með svartri innréttingu. Hann var seldur nýr til Ronald Goldstein frá East Longmeadow, Massachusetts.

Bíllinn hefur tilheyrt sömu fjölskyldunni frá upphafi en verið í geymslu síðan 1972. Hann er ekinn rétt rúmlea 13 þús. kílómetra.

image
image

Ótrúlega heill

Bíllinn hefur verið ansi lengi í geymslu og ytra yfirborð hefur látið á sjá. Yfirborðsryð sést á stuðurum og plastglugginn í blæjunni er lítið eitt skýjaður.

Lakkið er upphaflegt og hann er meira að segja á upprunalegu Dunlop hjólbörðunum.

Upprunalegt Blaupunkt útvarp, upprunaleg blæja, þjónustubók og ábyrðarskírteini og fleira.

image
image

Það má eiginlega segja að þessi bíll sé einn af einstökum perlum bílasögunnar. Það má alveg búast við að menn bjóði vel í gripinn.

image

Byggt á grein Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is