Maður nokkur í Bandaríkjunum keypti notaðan bíl til að gefa dóttur sinni í afmælisgjöf. Hún var nefnilega að fá bílpróf. Þegar maðurinn var að gera bílinn fínan fann hann umslag undir gúmmímottu í hanskahólfinu. Umslagið var stílað á nýjan eiganda bílsins.

Í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna miðast bílprófsaldurinn við 16 ár. Það var því fyrir 16 ára afmæli Jada Duke sem faðir hennar, Kevin Duke, fór á stúfana í leit að góðum bíl sem hann ætlaði að gefa henni í afmælisgjöf.

Eftir nokkra leit fann hann lítið ekinn Ford Fusion (sem kannski mætti kalla Ford ConFusion eftir það sem síðar gerðist) í fínu standi og keypti bílinn. Hann þreif bílinn hátt og lágt en fannst eitthvað bogið við hanskahólfið. Neðst í því var gúmmímotta sem hægt var að losa. Þar undir lá umslag.

image

Myndir/Facebook

Ekki fullt af seðlum

Þar sem Kevin var í raun og veru eigandi bílsins þá ákvað hann að opna umslagið. Hann var líka hræddur um að þetta væri eitthvað sem ætti ekki að fylgja afmælisgjöfinni. Já, það var eitthvað óþægilegt við þetta, fannst honum. Þannig greindi hann m.a. frá í viðtali við CNHI fréttastofuna fyrir fimm árum síðan.

Í umslaginu voru ekki peningar og heldur ekki ljósmyndir af bílnum. Nei, þar var bréf.

image

Handskrifað bréfið byrjaði svona:

Óhugguleg saga

Þetta er ekki það sem maður á von á þegar maður kaupir afmælisgjöf. Þetta er frekar óhuggulegt, verður maður að segja. En hvað getur maður sagt? Í bréfinu sagði enn fremur:

image

Kevin birti þetta á Facebooksíðu sinni í febrúar 2017.

Hún sagði frá því að bílinn hafi hún selt af illri nauðsyn og miklum tilfinningum var úthellt í bréfinu.

Kevin var eðli máls samkvæmt frekar ringlaður og eftir því sem hann las meira af bréfinu fannst honum afmælisgjöfin eiginlega ekki alveg nógu heppileg.

„Ég vona að bíllinn muni reynast þér vel og lengi og að í aftursætunum muni sitja kátir krakkar með leikföngin sín og því sem tilheyrir. Fjölskyldan mín fyllti þennan bíl af kærleika og reyndar fullt af klístruðum hlutum líka. Við fórum í langa bíltúra, skrúfuðum niður rúðurnar og hlustuðum á gamla tónlist og kántrí.

Dóttirin tók ákvörðun

Bréfið var langt og óþarfi að þýða innihald þess í heild en alla vega var kjarni máls konunnar sem skrifaði bréfið, já, það kom fram síðar að þetta var kona, að bíllinn hefði nafn, Sylvía, og ef Sylvía yrði seld einhvern tíma þá mætti endilega hafa samband við konuna. Hún vildi nefnilega eignast bílinn síðar ef hún hefði ráð á.

Jada var ánægð með gjöfina en henni brá þegar faðir hennar sagði frá bréfinu. Afmælisbarnið las bréfið og þau feðgin voru sammála um að þau þyrftu að hafa uppi á konunni. Sem þau og gerðu.

Í febrúar 2017 birti Kevin Duke ljósmynd af bréfinu á Facebooksíðu sinni. Færslan var opin þannig að ekki leið á löngu þar til málið tók óvænta stefnu. Stefnu sem þeim feðginum þótti einmitt sú rétta.

image

Duke feðginin ásamt Sabrinu og barni sem gæti verið systir Jada Duke. Mynd/Facebook

Sérstök saga sem, tjah, sýnir að bílar geta tengst minningum og fengið fólk til að gera hluti sem það óraði ekki fyrir. Eins og að gleðja konu sem hafði misst allt sitt í eldsvoða.

Við erum jú öll „mannkyns“ og höfum því mörg áhuga á „mannlegum bílasögum“. Hér eru nokkrar slíkar:

[Birtist fyrst í mars 2022]

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is