Nýr rafknúin BMW 3 sem aðeins notar rafhlöður í reynsluakstri

    • Þessi rafknúni BMW 3 Seríu fólksbíll mun keppa við Tesla Model 3

Breski bílavefurinn Auto Express birti njósnaljósmyndir af komandi rafknúnum 3 seríu BMW, sem aðeins notar rafhlöður, sem áætlað er að frumsýna á næsta ári.

image

Þegar bíllinn kemur á markað mun þessi nýi rafbíll bjóða upp á nýja samkeppni við Tesla Model 3 auk væntanlegs rafdrifins flaggskips frá Citroen.

Þessi nýjasti prófunarbíll er með létta feluliti, svo að það er aðeins hægt að fá betri hugmynd um útlit bílsins. Breytingar í útliti frá á venjulegu 3 seríunni líta út fyrir að vera í lágmarki, þar sem tilraunabíllinn er með sléttari framstuðara og afturenda, sem er án púströrs.

image

Þessi útgáfa er einnig með aðeins dýpri hliðarsílsa sem hjálpa til við að fela gólf rafhlöðupakka rafbílsins.

Eins og restin af hreinu rafknúnum gerðum BMW mun rafknúin útgáfa 3 seríunnar einnig fá lokað grill og sett af loftfræðilega skilvirkum álfelgum - eiginleikar sem hjálpa bílnum að kljúfa loftið betur og auka aksturssvið hans.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is