Hyperion XP-1 vetnisknúinn ofurbíll kynntur

    • Bandaríska sprotafyrirtækið Hyperion hefur afhjúpað XP-1 vetnis-rafmagns ofurbílinn, sem þeir segja bjóða upp á 1600 kílómetra aksturssvið á milli áfyllinga – og 0-100 km/klst á 2,2 sekúndum.

Ofursportbílar eiga væntanlega lítið erindi hér á landi vegna lélegs vegakerfis og strangra hraðatakmarkana, en það er vissulega gaman að skoða þá, því oftast er hönnun þeirra flott og sérstök. Þess vegna erum við að skoða einn nýjasta ofursportbílinn í dag.

image

2,2 sekúndur í hundraðið

Kynntur sem hluti af áætlun um að auka víðtækari notkun vetnistækni í bílaiðnaðinum, sameinar tveggja sæta XP-1 orku frá vetnisorku og ofurþétti til að knýja marga rafmótora. Aflið er sent til allra fjögurra hjóla, og þó upplýsingar um afköst séu takmörkuð, heldur fyrirtækið því fram að bíllinn geti náð yfir 350 kílómetra hraða og ætti að ná frá 0-60 mílum (96,6 km/klst) á 2,2sek.

image

Ofurþéttar (supercapacitors) eru minni og léttari en hefðbundnar litíumjónarafhlöður, sem gerir XP-1 kleift að sleppa með 1032 kg eiginþyngd. Hyperion fullyrðir að þetta gefi það forskot í akstri fram yfir álíka öfluga rafknúna ofurbíla með rafhlöðu, sem eru mun þyngri.

image

Ólíkt núverandi BEV tækni, sem getur ofhitnað eftir að hafa keyrt á hámarksafköstum í langan tíma, hefur mikill hiti ekki áhrif á ofurþétta og þeir skila stöðugum afköstum. Og þó þeir geti ekki geymt eins mikla orku, þá þýðir 1: 1 hlutfall hleðslu-til-afhleðslu að þeir eru miklu skilvirkari.

image

Lamborghini Sián FKP 37 blendingsbíll sem var nýlega afhjúpaður notar einnig tæknina en treystir eingöngu á endurhleðslu frá hemlun til að endurhlaða litla rafhlöðu.

image

Kæmist hringveginn á einni fyllingu

Vetnisgeymar úr koltrefjum í XP-1 munu geyma nóg eldsneyti í 1600 kílómetra akstur á götum á löglegum hraða og hægt er að fylla aftur á innan við fimm mínútum. Hyperion hefur í hyggju að koma með vetnis-eldsneytisstöðvar í Bandaríkjunum, með frekari upplýsingum þegar nær dregur því að bíllinn komi á markað.

image

„Flugvélaverkfræðingar hafa lengi áttað sig á kostum vetnis sem algengasta, léttasta efni alheimsins", útskýrði Angelo Kafantaris, forstjóri Hyperion. „Nú, með þessu farartæki, munu neytendur upplifa gildi þess.

Aðeins byrjunin

„Þetta er aðeins byrjunin á því sem hægt er að ná með vetni sem geymslumiðli fyrir orku. Möguleiki þessa eldsneytis er takmarkalaus og mun gjörbylta orkugeiranum.“.

image

Sem stendur á frumgerðastiginu, mun XP-1 einnig hafa virka loftaflfræði sem nýtt er á tvöfaldan hátt sem sólarsellur og hreyfast til að fylgja stöðu sólarinnar þegar ekki er verið að gefa í beygjum á miklum hraða.

Hyperion-fyrirtækið, sem er í Kaliforníu, veitir verkfræðifyrirtækjum og geimferðastofnunum, þar á meðal Nasa, hreyfikerfi sem byggir á vetni. Fyrirtækið stefnir að því að hefja framleiðslu á XP-1 árið 2022, en manið er takmarkað við aðeins 300 einingar á heimsvísu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is