Þegar felguboltar eru allt of hertir

    • Gott að vera með lengra skaft á felgulyklinum

Sem betur fer er það miklu sjaldgæfara í dag að dekk springi á bílum, og raunar er það svo í mörgum tilfellum að það eru naglar, skrúfur eða aðskotahlutir sem valda því að dekkin tapa lofti.

image

Sökudólgurinn – skrúfa hafði stungist inn í dekkið.

Þegar í sveitina var komið fannst sökudólgurinn; skrúfa hafði stungist inn í dekkið og með henni lak loftið.

Ég er svo heppinn að vera á bíl sem er með varadekk, svo næsta skref var að taka „leka dekkið“ undan og setja varadekkið í staðinn.

image

Til að finna örugglega út hvar lekinn væri á dekkinu var volgu sápuvatni helt yfir dekkið og þá komu strax í ljós sápukúlur í kring um skrúfuhausinn sem hafði stungist í dekkið.

En þá upphófst vandinn – hvorki meðfylgjandi felgulykill, né stóra skaftið í toppasettinu sem var einnig með náði að losa felgurærnar. Þetta er örugglega vandamál hjá mörgum því dekkjaverkstæðin nota öflugar vélar til að herða rærnar – svo mjög að við aumingja ökumennirnir náum ekki að losa þær.

Framlengingarskaft er nauðsyn

Í mörg ár hef ég haft rörbút með felgulyklinum til að „lengja“ átakið, og seinni árin var ég með sérstaka „útdraganlega“ framlengingu, sem er sérhönnuð til svona verka.

image

Svona framlengingarskaft með réttum toppum fyrir felgubolta er nauðsynlegur „aukahlutur“ fyrir marga! Með einfaldri leit fann ég strax svona „græju“ á vefnum hjá Stillingu – kostar kr. 4.795,- og verður keypt við fyrsta tækifæri!

Ég gleymdi hins vegar að koma mér upp svona búnaði þegar ég skipti um bíl síðast, en það verður snarlega ráðin bót á því, þannig að þessi vandi komi ekki upp aftur.

image

En varadekkið fór undir og allir vegir færir á eftir!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is