Í ágúst voru 952 fólks- og sendibílar nýskráðir, tæplega 61% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári þegar nýskráðir voru 554 bílar. Af þeim 952 bílum sem landsmenn festu kaup á í ágúst voru 212 af merkjum sem BL hefur umboð fyrir og nam aukningin 81,2 prósentum milli ára, en nýskráningar fólks- og sendibíla frá BL voru 117 í ágúst í fyrra.

Hyundai söluhæstur hjá BL

Af merkjum BL var Hyundai með langflestar nýskráningar eða alls 80. Hyundai var jafnframt einn af söluhæstu bílunum á einstaklingsmarkaði, þar sem Tucson og rafbíllinn Kona báru hæst, auk þess sem Hyundaimerkið var fyrirferðarmest hjá bílaleigunum í mánuðinum.

Nissan var næstsöluhæstur hjá BL með 35 nýskráningar og Land Rover í þriðja sæti með 25.

Af þeim 212 merkjum frá BL sem nýskráð voru í ágúst voru 111 nýorkubílar, 44 hreinir rafbílar, aðallega Nissan og Hyundai, og 67 tengiltvinnbílar, þar sem flestir voru frá BMW, Hyundai og Land Rover. Heildarmarkaðshlutdeild BL í ágúst var 22,3% og 22% það sem af er ári.

Mikill viðsnúningur hjá bílaleigunum

Mikill og jákvæður viðsnúningur hefur orðið á nýskráningum fólks- og sendibíla til bílaleiganna, eða allt frá því í apríl, og hefur sú þróun haldist síðan.

Markaðirnir þrír

Heildarfjöldi nýskráðra fólks- og sendibíla fyrstu átta mánuði ársins var 9.457 samanborið við 6.918 á sama tímabili í fyrra og nam aukningin 36,7%. Af heildarfjölda þessa árs hafa 2.069 verið bílar sem BL hefur umboð fyrir. Af þeim keyptu einstaklingar 779, fyrirtæki og einyrkjar 424 og bílaleigurnar 866. Markaðshlutdeild BL það sem af er árinu er 21,9%.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is