100 ára afmæli Aston Martin A3

    • Það eru margar leiðir til að fagna afmæli. Aston Martin varð reyndar fyrst til árið 1913 en þar á bæ er verið að búa til sérstakan bíl í tilefni 100 ára afmælis elsta bíls Aston Martin; A3.

Nú fagnar Aston Martin því að A3, elsti Aston Martin bíllinn sem enn er til, verður 100 ára gamall. Því er m.a. fagnað með með röð þriggja sérútgáfa af Vantage.

image

Aston Martin A3 og afmælisútgáfan af Vantage.

Aston Martin er bíll Bond – en hver er sagan?

Við tengjum flest nafnið Aston Martin við bílinn sem James Bond ekur í kvikmyndunum um kappann þann. En skoðum upphaf tengingar Bond og bíltegundarinnar aðeins nánar:

Vörumerkið, sem er þekkt í dag, kom fram í tengslum við brekkukappakstur - Aston Hill sem Lionel Martin vann.

Það var þegar félagarnir ákváðu að smíða sjálfir bíla, en fyrsti bíllinn sem hlaut nafnið Aston Martin var Isotta Fraschini frá 1908 með allt aðra vél innanborðs.

image

A3 kom til sögunnar

A3 - 100 ára gamall - var þriðja frumgerðin sem rúllaði út úr litlu framleiðsluaðstöðunni við Abingdon Road í Kensington í London. Framleiðslan hafði ekki enn byrjað almennilega en A3 lifði lengi og var notaður mikið af Lionel Martin í keppnum.

image

Aston Martin í keppni á upphafsárunum.

Búinn sérstakri straumlínulagaðri yfirbyggingu setti bíllinn mörg met. Meðal annars met á Brooklands-kappakstursbrautinni með 136 km/klst.

Við erum að tala um 1,5 lítra, 11 hestafla vél með hliðarventlum.

Þessi umræddi bill var keyptur aftur í verksmiðju Aston Martin á uppboði árið 2002, vandlega endugerður frá grunni, af Ecurie Bertelli sérfræðingi í Aston Martin og er í dag miðpunktur fallegs safns Aston Martin Heritage Trust.

Horft til upphafsins

Aston Martin á sér langa og heillandi sögu sem nær aftur til mótunarára bílaiðnaðarins.

Nú skoðum við aðeins nánar þá sögu og atburðina sem gerðu Aston Martin að svo sérlega merku bresku vörumerki.

Fyrst og fremst handverk

Lykillinn að því að skilja arfleifð Aston Martin er ef til vill að mestu leyti að finna í ósveigjanlegri fastheldni við handbyggð gæði og yfirburða frammistöðu óháð ríkjandi samfélags- og efnahagsumhverfi.

Hvernig byrjaði Aston Martin?

Aston Martin var stofnað af Lionel Martin og Robert Bamford sem seldu Singer bíla í Vestur-London.

image

Lionel Martin (til vinstri) og Robert Bamford (til hægri).

Fyrsti bíll Aston Martin var smíðaður og skráður árið 1915 og hlaut viðurnefnið ‘Coal Scuttle’.

Fyrsti nýi bíllinn 1920

Í kjölfar stríðsins var fyrsti nýi Aston Martin smíðaður árið 1920 og fyrirtækið hélt áfram að framleiða bíla, aðallega til kappaksturs en einnig til almennra nota en alls voru smíðaðir 55 bílar til 1924.

Af hverju er þekktasti bíll Aston Martin kallað DB?

Árið 1947 var fyrirtækið keypt af dráttarvélaframleiðandanum David Brown Limited. David Brown eignaðist annan bílaframleiðanda, Lagonda, sem kom með verkfræðinginn W.O. Bentley til fyrisrtækisins og nýja V6 vél sem hann hafði verið að vinna að.

Þetta bjó til grunninn að „2 lítra sportbíl“ (sem síðan var kallaður DB1) og síðan gerðir með upphafsstöfum David Brown, DB.

    • DB2, 410 bílar smíðaðir 1950 - 1953
    • DB2 /4, 761 bílar smíðaðir 1953 - 1957
    • DB MkIII, 552 bílar smíðaðir 1957 - 1959
    • DB4, 1185 bílar smíðaðir 1958 - 1963
    • DB4 Zagato, 19 bílar smíðaðir 1960 - 1962
    • DB5, 1059 bílar smíðaðir 1963 - 1965
    • DB6, 1788 bílar smíðaðir 1965 - 1970
    • DBS, 1193 bílar smíðaðir 1967 - 1972

Þetta var „gulltímabil“ fyrir Aston Martin. Sérstaklega vegna þess að DB5 var í James Bond myndinni ‘Goldfinger’ frá 1964, búinn röð græja, og hjálpaði til við að koma merkinu á framfæri á heimsvísu. Í kvikmyndinni „On Secret of Her Majesty’s Secret Service“ frá 1969 keyrði George Lazenby DBS í sínu eina hlutverki sem 007 og árið 1970 keyrði verðandi Bond, Roger Moore, Bahama gulan DBS í „The Persuaders“.

image

1950 DB2.

image

1963 DB5.

Aston Martin Vantage, V8 og Volante

Nýir losunarstaðlar í Bandaríkjunum gerðu mönnum erfitt fyrir varðandi framleiðsluna en Bandaríkamarkaður var fyrirtækinu mjög mikilvægur. Samt sem áður framleiddu nýir eigendur fullt af flottum og merkilegum bílum.

image

1980 Aston Martin Bulldog hugmyndabíll.

Prinsinn af Wales heiðraði vörumerkið með konunglegri tilskipun árið 1982 sem átti að styrkja stöðu þess sem framleiðanda hágæða vara.  Kærkomin endurkoma James Bond árið 1987, þar sem við sáum Timothy Dalton keyra V8 Volante, í „The Living Daylights“ varð síðan enn frekar til að auka áhuga markaðarins.

image

Timothy Dalton og V8 Volante.

Þrátt fyrir sífellt aukinn áhuga og hóp unnenda vörumerkisins þurfti Aston Martin fjármagn til að halda áfram. Ford Motors kom að rekstrinum árið 1987 og árið eftir kom fram ný frumgerð af V8 Virage.

Ford Motor Company eignast hlut

Í framhaldi af Virage var nýi Vantage með einfaldari stíl og síðan endurvakning á DB nafninu með DB7. Undir eignarhaldi Ford, var framleiðslan aukin og enn var aðaláherslan lögð á gæði.

Meðal gerðanna sem voru framleiddar voru;

    • V8 Virage, 598 bílar smíðaðir 1988 - 1996
    • V8 Vantage, 288 bílar smíðaðir 1993 - 2000
    • DB7, 2.461 bílar smíðaðir 1994 - 1999
    • V8 Coupe, 101 bílar smíðaðir 1996 - 2000
    • V8 Volante, 64 bílar smíðaðir 1997 - 2000
    • DB7 Vantage, 4.431 bílar smíðaðir 1999 - 2003
    • DB7 Vantage Volante, 2.046 bílar smíðaðir 1999 - 2003
    • V12 Vanquish, 2.578 bílar smíðaðir 2001 - 2007
    • DB7 Zagato, 200 bílar smíðaðir árið 2003

image

1994 DB7.

image

2001 V12 Vanquish.

Árið 2007 skipti Aston Martin aftur um hendur og var fyrirtækið keypt af hópi manna undir forystu David Richards, stjórnarformanns Prodrive. Engu að síður, eins og við öll fyrri eigendaskipti, hélt Aston Martin áfram að framleiða bíla sem þóttu flottir.

Enn voru góð tengsl við Bond

Sterk tengsl við James Bond héldu áfram á Ford tímabilinu með Aston Martin bílum í kvikmyndum eins og „Die Another Day“, „Casino Royale“ og „Quantum of Solace“ og þetta hélt áfram með DB10 hugmyndabílinn sem smíðaður var fyrir 2015 kvikmyndina „Spectre“.

image

Einn æsilegasti eltingaleikur James Bond var einmitt á Aston Martin Vanquish á Jökulsárlóninu árið 2002.

Samstarf við Mercedes AMG

Árið 2013 var komið á samstarfi Aston Martin við Mercedes-AMG og gengi fyrirtækisins var snúið við árið 2017 og það var sett á markað í kauphöllinni í London og varð Aston Martin Lagonda Holdings PLC.

Núverandi framleiðsla bíla hjá Aston Martin er;

    • Aston Martin V8 Vantage
    • Aston Martin DB11 (V12 eða V8)
    • Aston Martin DB11 Volante
    • Aston Martin Rapide S
    • Aston Martin DBS Superleggera

Væntanlegur bíll að nafni „Valkyrie“ er nú í framleiðslu, í samstarfi við Red Bull Racing, og lofar hröðun 0-60 mílum á klukkustund (96,5 km/klst) á 2,5 sekúndum og hámarkshraði 402.3 km/klst fyrir götulöglega framleiðsluútgáfu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is