IAA – bílasýningunni í München lýkur í dag, sunnudaginn 12. september, en hún hófst þann 7. september.

image

Hreyfanleiki er margvíslegur og einskorðast ekki við bíla. Rafmagnshjól og fleira mátti sjá á sýningunni.

Með tilliti til umhverfismála og breyttrar heimsmyndar hefur orðið nokkur breyting á inntaki sýningarinnar. Hún einskorðast ekki við bíla og hefur, ef svo má segja, verið breytt í „sýningarskáp hreyfanleika“ rafknúinna mótorhjóla og rafmagnshjóla, rafdrifinna fólksflutningabíla og sporvagna, flutningabelta og svo líka, að sjálfsögðu, bíla.

image

Þetta er fyrsta stóra bílasýningin sem haldin hefur verið síðan heimsfaraldurinn lokaði á svona sýningar. Tap vegna sýninga sem blásnar hafa verið af nemur 40 milljörðum evra, að sögn samtaka þýska vörusýningariðnaðarins.

image

Mercedes-AMG EQS 53 4Matic+ er ein af stjörnum sýningarinnar. Mynd: DAIMLER

Tími bílasýninganna ekki alveg liðinn

Bílaframleiðendur voru farnir að efast um mikilvægi bílasýninga áður en heimsfaraldurinn kom til sögunnar.

image

En sem sagt, nokkrir stórir framleiðendur töldu þess virði að vera hluti af sýningunni sem sett var upp í risastóru ráðstefnuhöllinni í München sem og á sumum merkustu og fegurstu sögustöðum borgarinnar, þar á meðal Bayerische Staatsoper óperuhúsinu.

image

Nokkrir af þeim helstu á sýningunni

Mercedes-Benz kynnti fimm rafknúin ökutæki (auk blendinga) og hófu þar með 47 milljarða dala átak sem lýtur að því að koma rafbílum sínum til neytenda.

image

Benz EQE

image

Benz EQG

image

Benz Maybach EQS

image

BMW i Vison Circular

image

Porsche Mission R

image

Audi Grandsphere

image

VW ID Life

image

Hlutur Mercedes var stór á sýningunni í Munchen

image

Renault Mégane E-Tech vakti mikla athygli í Munchen

(Byggt á frétt Bloomberg á Automotive News Europe og öðrum bílavefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is