Hraðhleðslustöðvar Tesla ná nú yfir allan hringveginn

Eftir nýlega opnun tveggja nýrra hraðhleðslustöðva nær hleðslunet Tesla yfir allan hringveginn, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Tesla.

image

Fyrr í haust opnaði Tesla hraðhleðslustöðvar á Höfn og Akureyri. Með þessum stöðvum er alltaf innan við 300 kílómetrar á milli hleðslustöðva og veitir næga drægni til að aka á rafmagninu allan hringinn.

Áætlað er að nýjar pantanir af öllum afbrigðum af Model 3 og Model Y Long Range verði afhentar fyrir lok ársins 2021.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is