Maðurinn sem hefur svo gott sem keppt í Formúlu 1 helming ævinnar keppir í síðasta skipti núna á sunnudaginn í Abu Dhabi. Kimi Räikkönen er ekki maður margra orða en það sem hann segir er oftar en ekki eitthvað sem hittir algjörlega í mark.

Hann er raunar einn af tiiltölulega fáum sem slá bæði í gegn með því sem þeir segja og því sem þeir segja ekki. Hann hefur ekki mikinn áhuga á að svara kjánalegum spurningum enda sleppir hann því stundum alveg. Jú, og svo hefur hann átt það til að pirrast lítið eitt í radíósamskiptum við liðið þegar hann er einbeittur í keppni.

Jæja, þetta er eitthvað sem erfitt er að lýsa og því fylgja hér nokkur myndbrot af þessum finnska ökumanni sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 2001, fyrir Sauber-Petronas og fékk fljótlega viðurnefnið „ísmaðurinn“ eða „The Iceman“ sögum þess hve svalur hann virtist og yfirvegaður.

Ekki snerta mig

Finnski blaðamaðurinn Heikki Kulta hefur tekið þau nokkur, eða kannski nokkur hundruð, viðtölin við Kimi síðustu tuttugu árin eða svo. Sumarið 2020 birti f1.com bráðskemmtilega grein þar sem Kulta segir frá kynnum þeirra Kimi.

„Það tók hann dálitla stund að átta sig á því að hann þyrfti ekki forðast mig,“ skrifar Kulta og heldur svo áfram:

„Það var árið 2002, þegar hann keppti fyrir McLaren, sem ég áttaði mig á að Raikkonen kærir sig ekki um að hafa fólk of nærri sér. Ég sat og drakk kaffi með Matti, pabba hans Kimi, í gestastofu McLaren í Mónakó. Við vorum að horfa á æfinguna þegar Kimi nálgaðist beygju á allt of mikilli ferð. Bíllinn hans snérist á brautinni, eftir að hafa dúndrað á brautarvegg og starfsfólk flýtti sér á staðinn til að hjálpa Kimi út úr bílnum.

„Nú verður vesen,“ sagði Matti þegar hann sá fólkið reyna að hjálpa syni hans. Raikkonen ýtti við þeim fyrstu sem komu að honum. „Kimi hefur alla tíð verið illa við að ókunnugir snerti hann. Og þetta er það sem gerist í hvert skipti.“

Þegar vængurinn flaug og Kimi sá stjörnur

Þó svo að það ætti að hafa spurst út að Kimi kærði sig ekki um snertingu ókunnugra gerðist þetta nú aftur og aftur. Blaðamaðurinn Heikki Kulta sefir svo frá:

Kimi brást ókvæða við og harkalega, sem kom viðstöddum í opna skjöldu, en töldu margir viðbrögð Kimi stafa af gríðarlegum vonbrigðum sem hann léti í ljós með þessum furðulega hætti.  

Eftir atvikið virtist Kimi vera fyllilega meðvitaður um gjörðir sínar. „Jafnvel þótt ég hefði unnið keppnina hefði ég brugðist nákvæmlega eins við ef einhver ókunnugur færi að þukla svona á mér. Ég þoli svona lagað bara ekki,“ viðurkenndi hann.

Er hægt að vera of hreinskilinn?

Heikki Kulta segir svo skemmtilega frá að ég má til með að vitna aðeins meira í hann:

Það var einmitt þess konar hreinskilni á ferðinni þegar fjölmiðlafulltrúi McLaren bað mig að taka viðtal við Kimi, eftir fyrstu prófanir hans á nýjum MP4-19 árið 2004. Viðtalið átti að birtast í Racing Line, sem er tímarit McLaren liðsins.

Bíllinn hafði verið í notkun á brautinni síðan í nóvember árið áður [2003] en Raikkonen ók bílnum ekkert fyrr en í janúar, að þriggja mánaða vetrarfríi loknu. Jæja, ég spurði hann hvernig honum þætti bíllinn svona í fyrsta kasti.  

image

Bæ bæ Kimi

Það verður gaman að fylgjast með síðustu keppni Kimi Räikkönen á sunnudaginn og hann á örugglega eftir að skjóta upp kollinum einhvers staðar þar sem síst skyldi í framtíðinni.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is