25 nemar í starfsnámi hjá Skoda mun brátt taka Kamiq og breyta litla sportjeppanum í einstakan rallbíl

Það getur ekki verið leiðinlegt að fá að búa til rallýbíl í starfsnáminu! Nemar hjá Skoda eru að smíða rallútgáfu af Kamiq með aðstoð akstursíþróttadeildarinnar. Áður hafa sjö hópar nema í starfsnámi hjá framleiðandanum hannað og smíðað eigin hugmyndabíla

En á þessu ári munu lærlingar Skoda fá smá aðstoð frá akstursíþróttadeild fyrirtækisins til að klára Kamiq rallbílinn.

image

Þessi nemendaskissa, sem fylgir hér með fréttinni, forsýnir útlit hugmyndarinnar. Af teikningunni að dæma mun Kamiq missa tvær afturhurðir og fá fjöldann allan af rallýbílaáherslum, svo sem vindskeið á þaki, risastóran afturvæng, áberandi brettakanta og vindkljúf að framan.

Þar sem nemendur geta reitt sig á innsýn frá akstursíþróttateymi Skoda, eigum við líka von á nokkuð raunsannri vélrænni uppfærslu.

Fjórhjóladrif er sterkur möguleiki í ljósi þess að rallýbíllinn er stuttur og ef þörf er á meira afli gætu nemendur jafnvel sett 242 hestafla 2,0 lítra aflrás frá Skoda Octavia vRS undir vélarhlífina á Kamiq, þar sem báðir bílarnir eru byggðir á afbrigði af MQB grunni Volkswagen Group.

Innréttingin mun fá álíka hrífandi yfirhalningu. Hlutir eins og veltibúr, kappaksturssæti, sex punkta öryggisbeisli sérstakt stafrænt rall-mælaborð, munu allir birtast í farþegarýminu, þar sem sumir þessara íhluta eru líklega sóttir úr birgðageymslum varahlutadeildar Skoda Motorsport.

Hugmyndabíllinn verður settur saman af hópi 25 lærlinga við Skoda iðnskólann í Mlada Boleslav í Tékklandi.

Verkefnið markar 120 ára afmæli Skoda Motorsport og er það unnið sérstaklega til að fagna velgengni fyrirtækisins í rallheiminum.

Fylgir fyrri verkefnum

Þessi nýja rallútgáfa Kamiq fylgir verkefnum eins og Slavia roadster og sérlega vel hannaðri pallbílaútgáfu af Kodiaq, sem kallast Mountiaq.

image

„Nemendabíllinn“ Skoda Mountiaq.

image

Og hér má sjá „frumgerðina“ Skoda Kodiaq hægra megin og Mountiaq, sem er byggður á honum, vinstra megin.

image

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is