Hlutdeild smábíla minnkar í Evrópu þar sem VW og PSA-samsteypan munu hætta framleiðslu á minnstu bílunum sínum

Erfiðleikar við sölu á minnstu bílunum með hagnaði mun líklega þvinga fleiri bílaframleiðendur til að skera niður gerðir í þessum hluta markaðarins á næstu fimm árum. Volkswagen Group og PSA Group, tveir stærstu framleiðendurnir í þessum flokki, hafa lýst yfir áhyggjum um að vera áfram í þessum stærðarflokki en á þessu ári mun Opel / Vauxhall hætta sölu á Adam og Karl / Viva.

Brottfall þessar bíla mun leiða til þess að sala minni bíla lækkar undir 1 milljón árið 2021 frá 1,14 milljónum árið 2017, að því er sérfræðingar fyrirtækisins LMC Automotive spá. „Það er þröngt um vik á þessum tegundum bíla og þess vegna vinna framleiðendur saman þegar þeir framleiða þessar gerðir," sagði Justin Cox, forstjóri LMC.

image

Ákvörðun Opel um að hætta framleiðslu á Adam (á myndinni hér að ofan) og Karl minnkar hlutdeild smábíla á markaði.

Samstarf um smíði þriggja bíla

Eitt slíkt samstarf er á milli PSA og Toyota um að smíða þrjár smábíla - Toyota Aygo, Peugeot 108 og Citroen C1 - í verksmiðju sem er sameiginlega í eigu þeirra í Tékklandi (sem gerir landið að stærsta birgja smábíla í Evrópu). Í nóvember síðastliðnum tilkynntu bílaframleiðendurnir að Toyota myndi taka við verksmiðjunni frá og með árinu 2021 sem leiddi til þess að PSA myndi hætta framleiðslu bíla í þessum stærðarflokki.

„Hæfni framleiðanda til að græða í þessum flokki er undir þrýstingi vegna allrar tækninnar sem við verðum að bæta við“, sagði Maxime Picat, stjórnandi PSA í Evrópu, við blaðamenn í janúar án þess að sýna langtímaáætlanir félagsins fyrir þennan stærðarflokk.

Picat vísaði einnig til fyrri yfirlýsingar frá VW Group sem segja að mestu leyti það sama. „Við höfum heyrt VW Group muni hætta þróun á þessu sviði“ sagði hann.

Erfið mörk varðandi útblástur

Herbert Diess, forstjóri VW Group, hefur áður kvartað fyrir því að smábílar séu í hættu vegna þess að þeir geta ekki mætt kröfum um jávætt CO2 gildi í útblæstri, sem hefur verið eitt af helstu söluatriðum þeirra til fyrirtækja sem standa frammi fyrir hugsanlegum sektum vegna strangari mengunarmarka sem byrja að taka gildi árið 2020. Diess sagði á bílasýningunni í Detroit í síðasta mánuði að verð fyrir smábíl eins og Up, sem gefur frá sér 95 grömm af CO2 á hvern kílómetra, er markvisst stig sem bílaframleiðendur þurfa að ná í Evrópu árið 2021 og gætu vaxið um 3,500 evrur til að vera í samræmi við mengunarreglur árið 2030. Up selst í dag í Evrópu fyrir um 11.000 evrur (1,5 milljónir króna miðað við gengið þegar þetta er skrifað). „Ég er ekki viss um hversu margir viðskiptavinir geta enn haft efni á ódýrustu gerðunum okkar“, sagði Diess.

image

Toyota mun taka yfir sameiginlega verksmiðju sína sem þeir eiga með PSA-samsteypunni í Kolin, Tékklandi, árið 2021. Toyota smíðar Aygo (sem er á myndinni) í verksmiðjunni.

Rafbílar geta bætt um betur

Rafmagn gæti endurnýjað hlutdeildina á markaðnum ef bílar sem ganga fyrir rafhlöðum verða nægilega ódýrir. VW selur fulla rafmagnsútgáfu e-Up og á þessu ári mun systurvörumerkið Skoda bæta við rafmagnsútgáfu af Citigo. Spænska systurfyrirtækið Seat er talin fylgja eftirmeð fullri rafmagnsútgáfu af smábílnum Mii. Á sama tíma hefur Fiat sagt að bíllinn sem leiðir á þeirra markaði, Fiat 500, muni bætast við með rafhlöðugerð, sem er gert ráð fyrir innan tveggja ára. Fiat mun einnig bæta við mildri blendingsgerð af 500 og einnig sendibíl sem heitir Giardiniera.

Citroen einnig með í leiknum

Síðasta haust sagði forstjóri Citroen, Linda Jackson, að fyrirtækið væri einnig að íhuga að fara í rafmagnsleiðina fyrir minnstu bílana. „Þessi hluti er að verða minni og minni miðað við magntölur, svo ég held að það muni þróast," sagði hún Automotive News Europe. Spurð í hvaða átt C1 gæti farið, sagði hún: „Ég held að það sé líklega rafmagn“. Með því að halda Citroen frá þessu er krafa PSA um að nýjar gerðir séu ekki takmarkaðar við aðeins eina tegund af drifrás. „Það sem við leggjum áherslu á er nálgun með fjölorku“, sagði Picat í janúar. Sumir bílaframleiðendur eru ánægðir með stöðuna eins og hún er núna. Aygo frá Toyota er fjórði söluhæsti snmábíllinn í Evrópu, selst nokkuð betur en gerðir Citroen og Peugeot sem eru smíðaðar í sömu verksmiðju. Aygo seldist í 86.772 eintökum í nóvember og jókst salan um 9,4% frá fyrra ári.

Mikilvægt fyrir landvinninga

„A-hlutinn [smábílar] er mjög mikilvægur hluti af markaðnum fyrir okkur. Hann færir nýja viðskiptavini inn til okkar“, sagði Johan van Zyl, forstjóri Toyota í Evrópu. Hann sagði að viðskiptavinir smábíla væru mun yngri en meðalaldur kaupenda fyrir afganginn af Toyota, og bætti því við að Aygo væri stærsta landvinningargerð þeirra.

Toyota hefur gefið í skyn að næsti Aygo gæti verið gefið hærri, meira „jeppalegri“. „Er hætta á að við fáum meiri „crossover hönnun“, minna hefðbundna gerð yfirbyggingar? Það er möguleiki“, sagði Matt Harrison, sölustjórii Toyota Evrópu, við Automotive New Europe á bílsýningunni í París árið 2018. Þessi gerð yfirbyggingar hefur gengið vel hjá Suzuki með Ignis, sem náði 40.760 eintökum í sölu í nóvember, samkvæmt JATO tölum, sem gefur honum 13 sætið í þessum stærðarflokki fyrir framan Citigo og Mii.

image

Fiat 500 er ríkjandi smábíllinn í Evrópu. Full rafmagnsútgáfa er væntanleg á markað innan tveggja ára.

Kia Picanto átti einnig farsælt ár. Gerðinni var hleypt af stokkunum árið 2017 með fleiri möguleikum til að sérsníða og með GT-Line sportlegri útgáfu og á síðasta ári seldi Kia 70.695 einingar, 19 prósenta aukningu frá árinu áður. Önnur gerð sem bætti við sig var Renault Twingo, en salan á honum jókst um 11 prósent, sem þýðir að hann er fimmti á eftir Aygo. Renault bætti einnig við sportlegri GT útgáfu af Twingo á síðasta ári.

Ódýrasti kosturinn

Sportlegar- eða „crossover-útgáfur“ gætu gefið þessu hluta markaðarins einhverja viðbót en raunveruleikinn er sú að flestir smábílar eru keyptir vegna þess að þeir eru ódýrasti valkosturinn – kosta að meðaltali 14.044 evrur í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu í nóvember (um 1.924.000 kr ísl), samkvæmt tölum JATO.

„Helsti kostur þeirra heldur áfram að vera verð þeirra“, sagði Felipe Munoz, alþjóðafræðingur JATO. Ítalíumarkaður sem er mjög meðvitaður um kostnað var stærsti markaður smábíla í Evrópu í nóvember með sölu á 284.633 eintökum.

Ítalía er þar sem meirihluti Fiat Panda er seldur - 73 prósent á síðasta ári samkvæmt LMC. Samdráttur varð í vinsældum Panda sem er farin að eldast, lækkun um 12 prósent í nóvember, og er talin vera dæmi það sem er að gerast á þessum hluta markaðarins á árinu 2019, sagði LMC. Þessi stærðarflokku gæti verið undir þrýstingi, en hann er enn mikilvægur varðandi þá sem eru að byrja að kaupa bíla.

Eða eins og Munoz sagði við JATO: „Það mun alltaf vera markaður fyrir samkeppnishæf verð á undirstöðuhluta bíla í Evrópu“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is