2022 GMC Hummer rafbíllinn sýndur með aukabúnaði áður en SEMA-sýningin opnar í næstu viku

„Það er engin önnur viðskiptasýning þar sem þú getur séð þúsundir vörunýjunga frá 1.300 nýjum og gömlum sýnendum, upplifað nýjustu vörur - og sérsniðnar lausnir, fengið aðgang að yfir 70 ókeypis fræðslufundum sem auka faglega færni og skapað starfstengd tengsl við jafningja , leiðtoga og frægt fólk á eftirsóttasta netviðburði iðnaðarins.“

image

Fullt af aukahlutum á Hummer rafbílinn

Meðal þeirra sem munu sýna á SEMA er GMC með sinn rafdrifna Hummer. Eins og raunin er með næstum alla nýja torfærubíla á markaðnum, mun 2022 GMC Hummer EV hafa fullt af aukahlutum tiltækum til að sérsníða stóra rafdrifna pallbílinn. Reyndar segir GMC að heildarfjöldi viðbóta sé nálægt 200. En fyrir SEMA sýninguna deila þeir hjá GMC aðeins nokkru af því sem það segir að séu áhugaverðari fylgihlutir.

image
image

Alvöru kælikassi á pallinn

image

Sniðugur „geymslukassi“ sem er felldur inn í hliðarklæðninguna á pallinum.

image

Stigbretti eða „sæti“ á afturhleranum.

image

Sniðug „framlenging“ á pallinum.

Nokkrir af þessum hlutum munu gera heilmikið til að breyta Hummer EV í í alvöru „ferðabíl“.  Mest áberandi er þaktjaldið sem notar festingar á þakinu. Það lítur út fyrir að vera frekar stórt og rúmgott. Að sjálfsögðu er aukalýsing líka fáanleg, þar á meðal 50 tommu þakljósastöng og tvö minni punktaljós sem fest eru framan á A-bitann.

image

Það er nóg af tökkum á mælaborðinu til að stjórna þessu öllu saman.

(Frétt á Autoblog – myndir frá GMC)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is