Ó Ameríka! Það sem ekki er til í Ameríkunni stóru…

image

Bílakarlinn og kistusmiðurinn Danny Mandez rís upp...

Komdu og skoðaðu í kistuna mína…

...því þar er kannski einn kaldur!

image

Þessi hefur „lík“lega slegið í gegn í teitinu þar sem menn gátu fengið sér einn eða tvo kalda úr kistunni.

Nú haldið þið kannski, lesendur góðir, að ég sé að rembast eins og rjúpan við staurinn, við að vera fyndin. En það er alls ekki svo. Þetta er dauðans alvara!

Samt er þetta nú alveg drepfyndið, ef maður lítur þannig á það.

image

Eigin bílakirkjugarður kveikti hugmyndina

Kistusmiðurinn Danny Mendez er mikill bílaáhugamaður og er raunar „lágfari“ eða „lowrider“ sjálfur.Hann fékk hugmyndina um smíði á bílalíkkistum um aldamótin. Þá leit Danny yfir bakgarðinn heima hjá sér, horfði á alla bílana sem hann nennti ekki að gera við og hugsaði: „Þetta er nú bara að verða eins og bílakirkjugarður.“ Þannig var nú það.

image

Stoltur af hugmynd sinni og handbragði: Danny Mendez frá Kaliforníu.

image

Á sýningu 2017.

En það gæti verið að fyrirtækið sé ekki í fullu fjöri þó að vefsíðan sé til því síðasta færslan á Facebooksíðu fyrirtækisins er frá 2017. En hvað sem því líður þá kostar bíllinn, ég meina kistan, frá 5.500 dollurum en það eru tæplega 720.000 krónur.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is