558 hestafla Hennessey VelociRaptor 600

    • Framleiðsla hefst á Hennessey VelociRaptor 600 byggðum á Ford F-150
    • Nýr Hennessey VelociRaptor kemur með V6 vél með forþjöppu sem dælir út 911 Nm af togi og 558 hestöflum

Hennessey, bandaríska breytingafyrirtækið sem var á bak við Venom GT, F5 ofurbílinn og fullt af endurbættum öflugum bílum, hefur hafið smíði á nýja VelociRaptor 600, verulega uppfærðum Ford F-150 pallbíl.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hennessey beinir athygli sinni að því að auka afköst bíls frá Ford, því fyrirtækið afhjúpaði 405 hestafla Ford Bronco VelociRaptor 400 á síðasta ári.

Þessi nýi F-150 pallbíll notar sömu 3,5 lítra V6 vélina með forþjöppu og hefðbundinn Raptor en með fjölda uppfærslna. Þetta felur í sér aukið loftinnflæði, afkastamikinn millikæli með afblástursventli og uppfært vélarstjórnarkerfi.

image

Ford F-150 VelociRaptor 600.

Breytingar takmarkast ekki bara við vélina, því fyrir 17.950 dollara aukalega í Bandaríkjunum (samsvarar 2,3 milljónum kr.) við 19.950 dollara verð á vélarbreytingunum – (um 2,55 millj. kr) mun Hennessey bæta við 'Off road stage 1 uppfærslu', sem samanstendur af 37 tommu torfærudekkjum, fjöðrun með jöfnunarbúnaði, 20 tommu felgum, VelociRaptor stuðurum að framan og aftan, og sex stimpla Brembo bremsum að framan.

image

Hér má sjá VelociRaptor 600 og venjulegan F-150 Raptor reyna með sér á brautinni – sjá nánar í vídeói hér að neðan – þar sem VelociRaptor 600 hafði betur.

Með allar uppfærslur sem eru í boði (ásamt kaupverði á staðalgerð Ford F-150 Raptor) má búast við að borga um 102.045 dollara (um 13.060.000 ISK) fyrir VelociRaptor 600.

En það ætti að tryggja einkarétt, en aðeins 250 einingar verða framleiddar árið 2022. Þessar öflugu uppfærslur Hennessey munu einnig falla undir þriggja ára/36.000 mílna ábyrgð.

Vefur AutoExpress segir að það séu hugsanlegar áætlanir um að Ford Bronco leggi leið sína til Bretlands, þá séu engar slíkar áætlanir fyrir VelociRaptor 600 að leggja leið sína yfir Atlantshafið.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is