Víðs vegar um Bandaríkin hefur lögreglan tekið rafmagnsbíla af gerðinni Tesla Model Y í notkun. Ekki bara af því að gaman sé að góma skúrka og fúlmenni á Teslu heldur ráða umhverfissjónarmið og fjármunir líka einhverju.

image

Hugmynd um útlit bílanna sem lögreglan í Aspen vill fá. Mynd/Youtube

Lögreglan í Aspen vill 5 bíla

Í vikunni greindi blaðið The Aspen Times frá því að lögreglan í Aspen í Colorado falist nú eftir 311.000 dollurum (rúmar 40 milljónir ISK) frá borgarstjórn Aspen til kaupa á fimm Teslum Model Y.

Rafbílar myndu þá leysa af hólmi Ford Police Interceptor bensínjeppa (eru byggðir á  Explorer) og fimm 12 ára gamla lögreglutvinnbíla af gerðinni Toyota Highlander.

Samkvæmt útreikningum lögreglunnar myndu þessi skipti spara þeim í Aspen gríðarlegar fjárhæðir en svo dæmi sé tekið kostar það lögregluna þar 44.000 dollara á ári að reka hvern Ford Police Interceptor. Svo ekki sé minnst á umhverfisþáttinn. Sem fyrr er undirrituð lítt gefin fyrir útreikninga og talnasúpur almennt og vísar á hlekkinn að ofan ef lesendur vilja sökkva sér í útreikningana.

Sérstök bílasaga lögreglunnar í Aspen

Það má greina af viðtali blaðsins við aðstöðaryfirlögreglustjórann að lögreglan í Aspen hafi fengið nóg af því að vera á „skrítnum“ lögreglubílum og vilji jafnvel vera töff svona til tilbreytingar.

image

Á áttunda áratug síðustu aldar varð löggan í Aspen „fræg“ fyrir sérstakan bílaflota en samkomulag var gert við sænska bílaframleiðandann Saab og frá ca. 1970 til 2004 ók lögreglan þar eingöngu um á Saab. Sem þótti sérstakt.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is